Sérsamböndin ekki fengið krónu vegna Covid og Hannes krefur stjórnvöld um svör á morgun Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2022 10:00 Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambandsins, kallar eftir frekari stuðningi frá ríkinu vegna þess kostnaðar og tekjufalls sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft fyrir sérsambönd ÍSÍ sem meðal annars halda úti landsliðum Íslands. Getty/Mike Kireev Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikil vonbrigði að stjórnvöld hafi enn ekki varið krónu aukalega til stuðnings við sérsambönd ÍSÍ vegna afleiðinga sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft. Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes. Körfubolti Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Sjá meira
Hannes, sem gagnrýnir einnig framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ í nýjustu úthlutun, vonast og hreinlega krefst góðra frétta á morgun í kjölfar ríkisstjórnarfunds varðandi stuðning við sérsamböndin og íþróttafélög í landinu: „Vonbrigðin eru þau að við höfum ekki fengið meira fjármagn frá ríkisvaldinu í Covid-styrki vegna sóttvarna sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Þessi kostnaður nemur tugum milljóna fyrir hvert og eitt sérsamband og enn hafa sérsamböndin ekki fengið krónu frá ríkisvaldinu í þetta. Við höfum kallað eftir því í meira en eitt ár og ég ætla rétt að vona að á ríkisstjórnarfundi [á morgun] muni ríkisstjórnin tilkynna um góðan fjárhagslegan stuðning til sérsambanda og íþróttafélaganna í landinu. Ríkisstjórnin hefur eiginlega ekki mikið meiri tíma en fram á föstudag til að gefa til kynna til íþróttahreyfingarinnar hvað við erum að fara að fá,“ sagði Hannes í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Hannes Jónsson ekki sáttur við upphæðina Hannes ræddi einnig um nýjustu úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ sem var sú hæsta frá upphafi eða 543 milljónir króna. Þar af er framlag ríkisins 392 milljónir, sem er 8 milljónum minna en þegar það var mest árið 2020. Aðrar tekjur Afrekssjóðs koma í gegnum Íslenska Getspá. Körfuknattleikssamband Íslands fékk þriðju hæstu upphæðina eða 50,5 milljónir króna en mest fékk HSÍ eða 86,6 milljónir. Vill að afrekssjóður útdeili einum milljarði „Að sjálfsögðu vill maður alltaf meira,“ sagði Hannes og benti á að áætluð fjárþörf sérsambanda ÍSÍ vegna afreksstarfs nemi 2,8 milljörðum króna: „Af því er ríkið að koma með 400 milljónir. Þetta sýnir bara það sem við höfum verið að tala um á undanförnum árum. Við þurfum mun meiri pening. Ríkið þarf að stíga inn. Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða almenningur í landinu þá er það þannig að þegar vel gengur þá vilja allir eigna sér það. Við sjáum það vel á því sem var í gangi núna í janúar hjá handboltalandsliðinu. Það stigu allir upp og fögnuðu. Við þurfum þennan pening, meira fjármagn, og höfum sagt í nokkur ár að stefnan sé að afrekssjóður fari í einn milljarð og við hefðum viljað vera komin upp í 6-700 milljónir núna,“ sagði Hannes.
Körfubolti Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum