Norsku meistararnir fengu Svövu sem er laus úr franskri prísund Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Svava Rós Guðmundsdóttir með Brann-treyjuna sem hún mun klæðast á komandi leiktíð. Brann.no Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði í dag undir samning við norsku meistarana í Brann. Samningurinn gildir út þetta ár en er með möguleika á eins árs framlengingu. Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken. Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, kemur frítt til Brann eftir að hafa fengið samningi sínum við franska félagið Bordeaux rift. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux eftir að hafa svo til ekkert fengið að spila hjá liðinu undir stjórn þjálfarans Patrice Lair sem tók við liðinu í sumar, og ekki einu sinni fengið sæti á varamannabekknum. Svava, sem er 26 ára, þekkir það að raða inn mörkum í Noregi en hún skoraði 18 mörk í 24 leikjum fyrir Röa árið 2018, áður en hún fór til Kristianstad og lék í sænsku úrvalsdeildinni í tvö ár og var svo eitt ár hjá Bordeaux. Hittir tvo liðsfélaga sem hún þekkir vel Hjá Brann hittir hún svo fyrir liðsfélaga sinn úr íslenska landsliðinu, Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. „Berglindi þekki ég mjög vel úr landsliðinu auk þess sem að við spiluðum saman með Breiðabliki á Íslandi. Ég þekki Therese Sessy Åsland líka vel frá því að ég var í Röa og Kristianstad. Það verður virkilega gott að spila með þeim báðum aftur,“ sagði Svava við heimasíðu Brann. Lengi verið með Svövu í sigtinu Svava lék sinn þrítugasta A-landsleik á Kýpur í nóvember og stefnir á EM í Englandi næsta sumar. Þjálfari Brann, Alexander Straus, fagnar því að hafa fengið svo öflugan leikmann í sínar raðir: „Það er ekkert launungarmál að við höfum verið á höttunum eftir sóknarmanni og við höfum lengi verið með Svövu í sigtinu. Hún var með nokkur góð tilboð en hafði mikinn áhuga á að spila fyrir okkur þegar við komum til sögunnar, sem ég tel að sé mjög jákvætt,“ sagði Straus. „Í Svövu fáum við leikmann með mikinn hraða, líkamlegan styrk og kraft til að hrista andstæðinga af sér. Hún mun klárlega gera okkur enn öflugri á komandi leiktíð,“ sagði Straus. Svava og nýju liðsfélagar hennar í Brann hefja leiktíðina í Noregi á leik gegn gamla liðinu hennar, Röa, 20. mars. Brann varð norskur meistari á síðustu leiktíð undir nafninu Sandviken.
Norski boltinn Tengdar fréttir Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Sjá meira
Berglind mætt í besta liðið í Noregi Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð. 10. janúar 2022 12:38