LeBron sendur heim til LA og Lakers liðið henti enn einu sinni frá sér leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:15 Bakvörðurinn skemmtilegi Trae Young var frábær á móti Lakers þegar Atlanta Hawks vann sinn sjöunda leik í röð. AP/Hakim Wright Sr. LeBron James missti af þriðja leiknum í röð vegna meiðsla og Los Angeles Lakers tapaði honum eins og hinum tveimur. Besta liði NBA-deildarinnar, Phoenix Suns, fagnaði hins vegar tíunda sigur leiki sínum í röð og þeim fertugasta á leiktíðinni. Trae Young var með 36 stig og 12 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks kom til baka og vann 129-121 sigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Atlanta liðið er eitt það allra heitasta í deildinni enda komið með sjö sigurleiki í röð. Ice Trae was at it again @TheTraeYoung hits the clutch triple and finishes with 36 PTS and 12 AST to power the @ATLHawks to a 7th-straight W! pic.twitter.com/Oa4mKD6z9H— NBA (@NBA) January 30, 2022 LeBron James er meiddur á hné og flaug heim til Los Angeles í meðferð. Hann mun því missa af fleiri leikjum hjá Lakers liðinu og liðið er þegar komið með þrjá fleiri tapleiki en sigurleiki á tímabilinu. Útlitið er því ekki bjart hvorki hjá liðinu né LeBron. Lakers er það lið í deildinni sem hefur oftast misst niður tíu stiga forskot í deildinni en það gerðist enn á ný í þessum leik. Lakers menn skoruðu 71 stig í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann sem Atlanta vann hins vegar 38-20. Malik Monk var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers með 33 stig, Anthony Davis skoraði 27 stig en aðeins fimm þeirra í lokaleikhlutanum. „Við erum ekki í stöðunni sem við viljum vera í en það er i lagi. Við vitum hvað við þurfum að gera sem lið, bara að finna leið til að komast yfir þröskuldinn og klára þessa leiki okkar,“ sagði Russell Westbrook eftir leik en hann var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Lakers. Dropping DIMES @CP3 goes for 20 PTS, 8 REB and 19 AST as the @Suns extend their win-streak to 10-straight! pic.twitter.com/VOCMVL7n9s— NBA (@NBA) January 31, 2022 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns héldu sigurgöngu sinni áfram með 115-110 endurkomusigri á móti San Antonio Spurs. Liðið hefur nú unnið tíu sigurleiki í röð og 40 af 49 leikjum sínum á tímabilinu. Þetta er langbesta sigurhlutfallið í deildinni og með þessum sigri er öruggt að Monty Williams mun stýra liði LeBron í Stjörnuleiknum 20. febrúar næstkomandi. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig, Mikal Bridges skoraði 26 stig en Chris Paul var með 20 stig og 19 stoðsendingar. Spurs var 91-79 yfir í lokaleikhlutanum en fjórtán stig Suns í röð snéru leiknum. Nikola Jokic dazzles with 18 PTS, 9 REB and a season high-tying 15 AST in the @nuggets win pic.twitter.com/dbwcJNfy1r— NBA (@NBA) January 31, 2022 Nikola Jokic var með 18 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst þegar Denver Nuggets rúllaði upp meisturum Milwaukee Bucks á þeirra eigin heimavelli með 36 stiga sigri, 136-100. Jokic var því aðeins einu frákasti frá þrettándu þrennu sinni á leiktíðinni. Aaron Gordon skoraði 24 stig fyrir Denver og Monte Morris bætti við 18 stigum en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína á útileikjaferðalagi sínu. Giannis Antetokounmpo skoraði 22 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleiknum þegar Bucks liðið var bara 8 stigum undir. Sjöunda þrenna Luka Doncic á tímabilinu dugði ekki Dallas Mavericks sem tapaði 110-108 á útivelli á móti Orlando Magic þrátt fyrir 34 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar frá Doncic. Franz Wagner skoraði 18 stig fyrir Orlando þar á meðal körfuna sem kom liðinu yfir á lokamínútu leiksins. Þetta var aðeins í annað skiptið í vetur sem Orlando vinnur tvo leiki í röð. A @Timberwolves triple-double @KarlTowns puts up 31 PTS, 11 REB and 10 AST for his second career triple-double in Minnesota's win! pic.twitter.com/ffvdLIZIut— NBA (@NBA) January 31, 2022 Karl-Anthony Towns var með 31 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 126-106 sigur á Utah Jazz. Þetta var fyrsta þrennan hjá leikmanni Timberwolves síðan 2020. 19 PTS, 10 REB, 10 AST @CadeCunningham_ puts up his second triple-double as the @DetroitPistons complete the comeback for the home win! #NBARooks pic.twitter.com/7i8Sh7Ul3P— NBA (@NBA) January 31, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 129-121 Milwaukee Bucks - Denver Nuggets 100-136 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 115-110 Charlotte Hornets - Los Angeles Clippers 90-115 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 130-116 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 115-105 Orlando Magic - Dallas Mavericks 110-108 Minnesota Timberwolves - Utah Jazz 126-106 @NikolaVucevic 24 PTS @DeMar_DeRozan 23 PTS @ZachLaVine 20 PTSVucevic, DeRozan and LaVine combine for 67 PTS in the @chicagobulls victory! pic.twitter.com/McDC8BiOFH— NBA (@NBA) January 31, 2022 NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Trae Young var með 36 stig og 12 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks kom til baka og vann 129-121 sigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Atlanta liðið er eitt það allra heitasta í deildinni enda komið með sjö sigurleiki í röð. Ice Trae was at it again @TheTraeYoung hits the clutch triple and finishes with 36 PTS and 12 AST to power the @ATLHawks to a 7th-straight W! pic.twitter.com/Oa4mKD6z9H— NBA (@NBA) January 30, 2022 LeBron James er meiddur á hné og flaug heim til Los Angeles í meðferð. Hann mun því missa af fleiri leikjum hjá Lakers liðinu og liðið er þegar komið með þrjá fleiri tapleiki en sigurleiki á tímabilinu. Útlitið er því ekki bjart hvorki hjá liðinu né LeBron. Lakers er það lið í deildinni sem hefur oftast misst niður tíu stiga forskot í deildinni en það gerðist enn á ný í þessum leik. Lakers menn skoruðu 71 stig í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann sem Atlanta vann hins vegar 38-20. Malik Monk var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers með 33 stig, Anthony Davis skoraði 27 stig en aðeins fimm þeirra í lokaleikhlutanum. „Við erum ekki í stöðunni sem við viljum vera í en það er i lagi. Við vitum hvað við þurfum að gera sem lið, bara að finna leið til að komast yfir þröskuldinn og klára þessa leiki okkar,“ sagði Russell Westbrook eftir leik en hann var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Lakers. Dropping DIMES @CP3 goes for 20 PTS, 8 REB and 19 AST as the @Suns extend their win-streak to 10-straight! pic.twitter.com/VOCMVL7n9s— NBA (@NBA) January 31, 2022 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns héldu sigurgöngu sinni áfram með 115-110 endurkomusigri á móti San Antonio Spurs. Liðið hefur nú unnið tíu sigurleiki í röð og 40 af 49 leikjum sínum á tímabilinu. Þetta er langbesta sigurhlutfallið í deildinni og með þessum sigri er öruggt að Monty Williams mun stýra liði LeBron í Stjörnuleiknum 20. febrúar næstkomandi. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig, Mikal Bridges skoraði 26 stig en Chris Paul var með 20 stig og 19 stoðsendingar. Spurs var 91-79 yfir í lokaleikhlutanum en fjórtán stig Suns í röð snéru leiknum. Nikola Jokic dazzles with 18 PTS, 9 REB and a season high-tying 15 AST in the @nuggets win pic.twitter.com/dbwcJNfy1r— NBA (@NBA) January 31, 2022 Nikola Jokic var með 18 stig, 15 stoðsendingar og 9 fráköst þegar Denver Nuggets rúllaði upp meisturum Milwaukee Bucks á þeirra eigin heimavelli með 36 stiga sigri, 136-100. Jokic var því aðeins einu frákasti frá þrettándu þrennu sinni á leiktíðinni. Aaron Gordon skoraði 24 stig fyrir Denver og Monte Morris bætti við 18 stigum en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína á útileikjaferðalagi sínu. Giannis Antetokounmpo skoraði 22 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleiknum þegar Bucks liðið var bara 8 stigum undir. Sjöunda þrenna Luka Doncic á tímabilinu dugði ekki Dallas Mavericks sem tapaði 110-108 á útivelli á móti Orlando Magic þrátt fyrir 34 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar frá Doncic. Franz Wagner skoraði 18 stig fyrir Orlando þar á meðal körfuna sem kom liðinu yfir á lokamínútu leiksins. Þetta var aðeins í annað skiptið í vetur sem Orlando vinnur tvo leiki í röð. A @Timberwolves triple-double @KarlTowns puts up 31 PTS, 11 REB and 10 AST for his second career triple-double in Minnesota's win! pic.twitter.com/ffvdLIZIut— NBA (@NBA) January 31, 2022 Karl-Anthony Towns var með 31 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 126-106 sigur á Utah Jazz. Þetta var fyrsta þrennan hjá leikmanni Timberwolves síðan 2020. 19 PTS, 10 REB, 10 AST @CadeCunningham_ puts up his second triple-double as the @DetroitPistons complete the comeback for the home win! #NBARooks pic.twitter.com/7i8Sh7Ul3P— NBA (@NBA) January 31, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 129-121 Milwaukee Bucks - Denver Nuggets 100-136 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 115-110 Charlotte Hornets - Los Angeles Clippers 90-115 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 130-116 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 115-105 Orlando Magic - Dallas Mavericks 110-108 Minnesota Timberwolves - Utah Jazz 126-106 @NikolaVucevic 24 PTS @DeMar_DeRozan 23 PTS @ZachLaVine 20 PTSVucevic, DeRozan and LaVine combine for 67 PTS in the @chicagobulls victory! pic.twitter.com/McDC8BiOFH— NBA (@NBA) January 31, 2022
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 129-121 Milwaukee Bucks - Denver Nuggets 100-136 Phoenix Suns - San Antonio Spurs 115-110 Charlotte Hornets - Los Angeles Clippers 90-115 Chicago Bulls - Portland Trail Blazers 130-116 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 115-105 Orlando Magic - Dallas Mavericks 110-108 Minnesota Timberwolves - Utah Jazz 126-106
NBA Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti