Í viðtalinu kryfja þeir myndirnar og reynslu sína af því að leika persónuna. Tobey lék Spider-Man í þremur myndum og kom sú fyrsta út árið 2002. Þá tók Andrew við og var í tveimur og að lokum var Tom nýlega að klára sína þriðju mynd sem Spider-man. Tom talar um það hversu stoltur og þakklátur hann er að hafa fengið að vera partur af þessum heimi.

*Höskuldarviðvörun*
Þeir ræða það einnig hvernig þeir koma að nýju myndinni og fara yfir atburði hennar þannig það er ekki ráðlegt að horfa á viðtalið ef það er ekki áhugi fyrir því að vita hvað gerist í henni.
Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.