Valdimar er annar Íslendingurinn sem semur við Sogndal á síðustu sex dögum. Á fimmtudaginn greindi Sogndal frá því að félagið hefði fengið Hörð Inga Gunnarsson frá FH.
Eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki tímabilið 2020 gekk Valdimar til liðs við Strømsgodset. Hann lék 28 leiki fyrir liðið og skoraði þrjú mörk.
Valdimar, sem er 22 ára, lék sinn fyrsta landsleik gegn Úganda fyrr í þessum mánuði. Hann lék ellefu leiki með U-21 árs landsliðinu og skoraði eitt mark, sem réði miklu um að Ísland komst í lokakeppni EM.
Valdimar lék 53 leiki með Fylki í efstu deild hér á landi og skoraði í þeim sautján mörk. Hann lék einnig átján leiki með Fylki í næstefstu deild og skoraði þrjú mörk.
Sogndal endaði í 6. sæti norsku B-deildarinnar á síðasta tímabili.