Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar í sigrinum gegn Utah Jazz í gær. AP/Jeff Chiu Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti