Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 09:30 Khris Middleton og Jrue Holiday voru allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt. Michael Reaves/Getty Images Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira