Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 15:01 Ef allt gengur að óskum munu Færeyingar ekki þurfa að lifa með neinum takmörkunum frá og með þarnæstu mánaðarmótum. Vísir/VIlhelm Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira