„Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2022 10:31 Birgir var með þeim fyrstu á vettvang í janúar árið 2020 þegar þrír drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn. „Ég var á neyðarbílnum þetta kvöld sem er bíll sem er alltaf mannaður af bráðatækni. Það eru allar stöðvar á leiðinni á vettvang. Þetta var um vetur og þetta var seint að kvöldi til og það var myrkur. Þegar við komum á vettvang var bíllinn á kafi. Við sjáum samt að ofan á sjónum er smá klaki, smá ísing og því sjáum við hvar bíllinn fer ofan í,“ segir Birgir Þór Guðmundsson sjúkraflutningamaður, í þættinum Baklandið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Þar rifjaði hann upp slys þegar drengir fóru í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn í byrjun ársins 2020. Þá enduðu tveir drengir á gjörgæslu og var ástand þeirra alvarlegt til að byrja með. „Við þurfum að bíða eftir köfunarbílnum og á meðan við erum að bíða eftir því þá undirbý ég bílinn minn þar sem ég veit að þessir strákar eru bæði drukknaðir og við þurfum að hugsa um öndunarveginn og þeir eru líklegast mjög kaldir. Ég set miðstöðina í botn svo að bíllinn sé sjóðandi heitur og ég finn til barkatúpuna mína til þess að koma lofti ofan í þá sem fyrst. Ég geri mér grein fyrir því að við erum líklega að fara í endurlífgun.“ Birgir segist hafa tekið á móti fyrri drengnum þegar hann kom upp úr sjónum. „Fyrsta sem ég geri er að barkaþræða hann til að fá öruggan öndunarveg og við komum lofti ofan í hann og hefjum hnoð. Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður. Ég næ að stuða hann einu sinni á leiðinni og það þýðir það að ég næ að gefa honum hjartastuð þar sem það er einhver virkni í hjartanu. Þegar þú ert búinn að vera ákveðið lengi dáinn þá er enginn rafvirkni í hjartanu. Þá er það eina sem virkar er að prófa blástur. En um leið og það kemur einhver rafvirkni í hjartað þá er mikilvægt að stuða eins fljótt og þú getur eftir að einstaklingurinn fer í hjartastopp.“ Hann segir að teymið hafi komið drengnum á bráðamóttöku á mettíma. Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Þegar drengirnir fóru í höfnina í Hafnarfirði
Baklandið Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58 Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Læknir segir það kraftaverk að drengirnir séu komnir heim eftir svo stuttan tíma Felix Valsson, læknirinn sem sá um kælimeðferð tveggja drengja sem voru í hjartastoppi í tvo tíma eftir að hafa verið í bíl sem endað í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn, segir málið vera einstakt og jafnvel kraftaverk. 20. apríl 2020 22:58
Kælimeðferð lykillinn að kraftaverkinu í Hafnarfjarðarhöfn Helgi Valur Ingólfsson 17 ára er útskrifaður af sjúkrahúsi, þremur mánuðum eftir slysið í Hafnarfjarðarhöfn. 17. apríl 2020 15:08