Vandræði Lakers halda áfram og aftur lágu Nautin í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 09:30 LeBron var ekki sáttur. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en liðið steinlá gegn Denver Nuggets í nótt. Þá hafði Boston Celtics betur gegn Chicago Bulls. Alls fóru 10 leikir fram í deildinni í nótt. Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Leikur Denver og Lakers var mögulega smá áhugaverður í fyrsta leikhluta en svo kafsigldi Denver einfaldlega yfir LeBron James og félaga, lokatölur 133-96. Nikola Jokic var að venju í fantaformi hjá Denver með þrefalda tvennu. Hann skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 12 fráköst. Stigahæstur hjá Denver var samt Nah‘Shon Hyland með 27 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þá skoraði Jeff Green 26 stig. Hjá Lakers var LeBron með 25 stig, Russell Westbrook 19 og aðrir minna. Eftir að hafa unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá töpuðu Nautin frá Chicago með 41 stigs mun gegn Golden State Warriors í síðasta leik. Þeim tókst ekki að bæta upp fyrir það er þeir heimsóttu Boston þar sem heimamenn í Celtics unnu 114-112. Boston byrjaði betur og leiddi framan af leik en í 4. leikhluta náðu gestirnir forystunni. Boston náði forystunni þökk sé fjölda vítaskota undir lok leiks en Bulls átti síðustu sókn leiksins. Skot Nikola Vucevic fór af hringnum, frákastið féll í hendur DeMar DeRozan sem skaut er flautan gall. Skot hans hitti ekki hringinn. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en alls skoruðu fjórir leikmenn liðsins 15 stig eða meira. Vucevic var stigahæstur hinum megin með 27 stig en DeRozan kom þar á eftir með 23 stig. Pascal Siakam skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 103-96 sigri Toronto Raptors á Milwaukee Bucks. Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Pascal Siakam comes up BIG in the CLUTCH for the @Raptors! 30 PTS 10 AST 10 REB pic.twitter.com/O4yFOaDWx5— NBA (@NBA) January 16, 2022 Joel Embiid skoraði 32 stig og tók 12 fráköst í 109-98 sigri Philadelphia 76ers á Miami Heat. Önnur úrslit Washington Wizards 110-115 Portland Trail Blazers New Jersey Nets 120-New Orleans Pelicans Atlanta Hawks 108-117 New York Knicks Oklahoma City Thunder 102-107 Cleveland Cavaliers San Antonio Spurs 101-94 Los Angeles Clippers Dallas Mavericks 108-92 Orlando Magic NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira