Jóhanna rifjaði þar upp gamla takta og söng lagið Is It True? en lagið flutti hún fyrir hönd Íslendinga í Eurovisionkeppninni árið 2009 sem fór fram í Moskvu.
Eins og flestir, sem fylgdust með keppninni, muna eftir lenti Jóhanna í öðru sæti í keppninni þökk sé Alexander Rybak sem sigraði fyrir hönd Noregs með lagið Fairytale.
Jóhanna var ekki ein um að flytja tónlistaratriði í Bingóinu en Sverrir Bergmann flutti lagið My Way.
Jóhanna og Sverrir sameinuðu svo krafta sína og fluttu lagið Viðhengi hjartans. Halldór Gunnar Pálsson spilaði undir með þeim á gítar.