Sara var bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður vallarins með 19 stig og 5 stoðsendingar. Ásamt því tók Sara 8 fráköst í leiknum. Með sigrinum er Phoenix Constanta komið upp í 5 sæti deildarinnar með 21 stig en þetta var fjórði sigur liðsins í röð.
Sara Rún hefur verið að standa sig vel með Phoenix Constanta í vetur en hún hefur verið að leika 31,9 mínútur að meðaltali, með 13,8 stig, 6,8 fráköst og 2,5 stoðsendingar á leik.