Seldu fimmtíu þúsund miða á augabragði á El Clasico kvenna í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:00 Barcelona vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í fyrra og Alexia Putellas fékk Gulhnöttinn sem besti leikmaður Evrópu. Getty/Thiago Prudênci Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hafa byggt upp kvennafótboltann hjá sér undanfarin ár og eru nú bæði að gera flotta hluti í Meistaradeild kvenna. Svo fór á endanum að þau drógust saman í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki. Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Kvennalið Barcelona fær mjög sjaldan að spila heimaleiki sína á Nývangi þar sem karlarnir spila alla sína heimaleiki. Forráðamenn félagsins fundu aftur á móti að það væri mikill áhugi á heimaleik liðsins á móti Real Madrid í Meistaradeildinni og færðu hann yfir á Nývang. Stelpurnar spila vanalega á Johan Cruyff leikvanginum sem er sex þúsund manna völlur. Það kom fljótt í ljós að þetta var frábær ákvörðun. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Það er óhætt að segja að sala miða hafi gengið vel. 35 þúsund miðar seldust á fyrsta sólarhringnum þegar félagsmenn höfðu forkaupsrétt og sú tala fór upp í fimmtíu þúsund á fyrsta klukkutímanum eftir að opnað var fyrir almenna sölu. Leikurinn fer ekki fram fyrr en 30. mars næstkomandi og það er því nægur tími til að selja miklu fleiri miða. Ódýrustu miðarnir kosta níu evrur eða rúmlega þrettán hundruð íslenskar krónur. Nývangur tekur rúmlega 99 þúsund áhorfendur og það er því nóg af miðum eftir enn. Þetta er aðeins í annað skiptið frá því að kvennalið Barcelona var atvinnumannalið sem það fær að spila á Nývangi. Ólíkt í fyrra skipti, deildarleik á móti Espanyol, þá verða áhorfendur á þessum leik. Leikurinn á móti Espanyol var spilaður fyrir luktum dyrum vegna Covid-19. Barcelona vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð og vann alla sex leiki sína í riðlakeppninni í vetur með markatölunni 24-1. Real Madrid vann fjóra af sex leikjum sínum en átta af tólf mörkum liðsins komu í tveimur leikjum á móti Breiðabliki.
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira