Athletic Bilbao í úrslit eftir endurkomusigur gegn spænsku meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 20:53 Athletic Bilbao mætir Real MAdrid í úrslitum spænska Ofurbikarsins á sunnudaginn. Stringer/Anadolu Agency via Getty Images Athletic Bilbao snéri taflinu við er liðið mætti Spánarmeisturum Atlético Madrid í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í kvöld. Liðið vann 2-1 sigur eftir að hafa lent undir og mætir því Real Madrid í úrslitum bikarsins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um opin marktækifæri. Atlético Madrid var meira með boltann, en hvorugu liðinu tókst að skora fyrir hlé og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem báðum liðum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Það er alveg þangað til að Thomas Lemar tók hornspyrnu fyrir Atlético Madrid eftir rúmlega klukkutíma leik. Spyrnan fann kollinn á Joao Felix sem skallaði boltann í stöngina og þaðan í bakið á Unai Simon, markverði Athletic Bilbao, og þaðan skaust boltinn í netið. Leikmenn Athletic Bilbao neyddust til að færa sig framar á völlinn til að freista þess að skora jöfnunarmarkið og það tókst á 77. mínútu þegar Yeray Alvarez skallaði hornspyrnu Iker Munian í netið. Fjórum mínútum síðar átti Inigo Martinez svo skalla í átt að marki Atlético Madrid sem Jan Oblak varði. Nico Williams náði frákastinu og kom boltanum í netið og breytti stöðunni þar með í 2-1 fyrir Bilbao. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Athletic Bilbao er á leið í úrslit þar sem spænsku risarnir Real Madrid bíða þeirra. Úrslitaleikurinn fer fram á King Fahd vellinum í Sádí-Arabíu á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu svo ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um opin marktækifæri. Atlético Madrid var meira með boltann, en hvorugu liðinu tókst að skora fyrir hlé og því var staðan 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem báðum liðum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Það er alveg þangað til að Thomas Lemar tók hornspyrnu fyrir Atlético Madrid eftir rúmlega klukkutíma leik. Spyrnan fann kollinn á Joao Felix sem skallaði boltann í stöngina og þaðan í bakið á Unai Simon, markverði Athletic Bilbao, og þaðan skaust boltinn í netið. Leikmenn Athletic Bilbao neyddust til að færa sig framar á völlinn til að freista þess að skora jöfnunarmarkið og það tókst á 77. mínútu þegar Yeray Alvarez skallaði hornspyrnu Iker Munian í netið. Fjórum mínútum síðar átti Inigo Martinez svo skalla í átt að marki Atlético Madrid sem Jan Oblak varði. Nico Williams náði frákastinu og kom boltanum í netið og breytti stöðunni þar með í 2-1 fyrir Bilbao. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Athletic Bilbao er á leið í úrslit þar sem spænsku risarnir Real Madrid bíða þeirra. Úrslitaleikurinn fer fram á King Fahd vellinum í Sádí-Arabíu á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu svo ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Sjá meira