229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 11:30 Shawn Bradley var lengi liðsfélagi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. EPA/TOM TREICK Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Bradley sagði Sports Illustrated frá því hvað kom fyrir hann í janúar 2021. Bradley var úti að hjóla og að fara út úr hringtorgi nálægt heimili sínu í St. George í Utah þegar Dodge smárúta keyrði á hann. Við stýrið var ökumaður sem var að drífa sig að ná í barnið sitt úr skóla. Brian Burnsed skrifaði greinina um Shawn Bradley og fékk að vita meira um slysið. Hann sagði frá því að Bradley flaug yfir bílinn og lenti með höfuðið fyrst á malbikinu. Hjálmurinn hans brotnaði undan þunganum en hinn 229 sentimetra maður var meira en 136 kíló. Konan sem keyrði á hann var aldrei kærð og hélt því fram að hún hafi gefið Bradley nægt rými þegar hún fór framhjá honum. Bradley lá í jörðinni á eftir og gat hvorki hreyft hendur né fætur. Hann gat ekki sest upp og átti í erfiðleikum með að anda. Hann var fluttur á sjúkrahús og eyddi þremur vikum á gjörgæsludeild áður en hann var fluttur á sérstaka deild fyrr fólk með samskonar meiðsli. Bradley er lamaður fyrir neðan mitti og fer um í hjólastól. Þetta er sérstakur hjólastóll sem vegur 226 kíló og það tók þrjá mánuði að útbúa hann sérstaklega fyrir Bradley. Hann treystir nú á hjólastólinn, eiginkonuna Carrie og börnin þeirra þrjú. Shawn Bradley var valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 1994. Á ferlinum var hann með 8,1 stig, 6,3 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Bradley sagði Sports Illustrated frá því hvað kom fyrir hann í janúar 2021. Bradley var úti að hjóla og að fara út úr hringtorgi nálægt heimili sínu í St. George í Utah þegar Dodge smárúta keyrði á hann. Við stýrið var ökumaður sem var að drífa sig að ná í barnið sitt úr skóla. Brian Burnsed skrifaði greinina um Shawn Bradley og fékk að vita meira um slysið. Hann sagði frá því að Bradley flaug yfir bílinn og lenti með höfuðið fyrst á malbikinu. Hjálmurinn hans brotnaði undan þunganum en hinn 229 sentimetra maður var meira en 136 kíló. Konan sem keyrði á hann var aldrei kærð og hélt því fram að hún hafi gefið Bradley nægt rými þegar hún fór framhjá honum. Bradley lá í jörðinni á eftir og gat hvorki hreyft hendur né fætur. Hann gat ekki sest upp og átti í erfiðleikum með að anda. Hann var fluttur á sjúkrahús og eyddi þremur vikum á gjörgæsludeild áður en hann var fluttur á sérstaka deild fyrr fólk með samskonar meiðsli. Bradley er lamaður fyrir neðan mitti og fer um í hjólastól. Þetta er sérstakur hjólastóll sem vegur 226 kíló og það tók þrjá mánuði að útbúa hann sérstaklega fyrir Bradley. Hann treystir nú á hjólastólinn, eiginkonuna Carrie og börnin þeirra þrjú. Shawn Bradley var valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 1994. Á ferlinum var hann með 8,1 stig, 6,3 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira