Kyrie Irving skoraði 22 stig en Brooklyn Nets varð að sætta sig við 114-108 tap á móti Portland Trail Blazers og það þótt að Damian Lillard hafi ekki spilað með Portland vegna meiðsla. Nets liðið var reyndar án James Harden en félagið vill ekki taka neina áhættu með hnémeiðsli hans.
This whole sequence from Anfernee Simons is WILD @trailblazers and Nets on NBA League Pass: https://t.co/L8Rrlv9ZoR pic.twitter.com/XDED9zTeJR
— NBA (@NBA) January 11, 2022
Brooklyn Nets vann fyrsta leikinn og eina leikinn sem Kyrie Irving hafði spilað á tímabilinu en þá var hann líka með 22 stig. Irving hitti hins vegar aðeins úr 9 af 21 skoti sínu í nótt. Kevin Durant var atkvæðamestur í liðinu með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.
Þrír leikmenn Portland skoruðu tuttugu stig eða meira í leiknum. Anfernee Simons var með 23 stig, 6 fráköst og 11 stoðsendingar, Robert Covington skoraði 21 stig (5 af 7 í þriggja stiga skotum) og Ben McLemore var með 20 stig.
SEVEN-STRAIGHT 30+ PT GAMES @JoelEmbiid powers the @sixers to their 7th-straight win with a 31-PT, 8 REB, 6 AST outing! pic.twitter.com/MjQ5NTd0JJ
— NBA (@NBA) January 11, 2022
Joel Embiid átti enn einn stórleikinn þegar Philadelphia 76ers vann sinn sjöunda sigur í röð. Embiid skoraði 31 stig og tók 8 fráköst í 111-91 útsigri á Houston Rockets. Með þessu varð hann aðeins annar leikmaðurinn í sögunni til að skora nákvæmlega 31 stig í fjórum leikjum í röð á eftir Bob McAdoo sem gerði það í nóvember 1973.
Philadelphia 76ers er nú með lengstu lifandi sigurgönguna í Austurdeildinni og þá næstlengstu í deildinni á eftir Memphis Grizzlies sem hefur unnið níu leiki í röð.
Brown: 26 PTS, 15 REB
— NBA (@NBA) January 11, 2022
Tatum: 24 PTS, 12 REB
The @celtics pick up the overtime win behind @FCHWPO and @jaytatum0's big nights pic.twitter.com/VWbn782ICG
Jaylen Brown var með 26 stig og Jayson Tatum skoraði 24 stig þegar Boston Celtics vann Indiana Pacers í framlengdum leik en Domantas Sabonis var með þrennu hjá Indiana, 11 stig, 23 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var fjórði sigur Boston liðsins í síðustu sex leikjum.
Nýliðinn Cade Cunningham, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu í fyrra, setti persónulegt met með því að skorað 29 stig í óvæntum sigri Detroit Pistons á Utah Jazz. Cunningham skoraði 18 af 29 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem Detriot liðið vann upp 22 stiga forskot. Pistons menn hafa unnið fjóra af sex leikjum á nýju ári eftir átján töp í síðustu nítján leikjum sínum á árinu 2021.
@T_Rozzay3 (27 PTS) and @MELOD1P (23 PTS) combine for 50 PTS and lead the way in the @hornets dub! pic.twitter.com/JZ3v4VpMNP
— NBA (@NBA) January 11, 2022
Charlotte Hornets vann meistara Milwaukee Bucks annað kvöldið í röð en Terry Rozier skorðai 27 stig og LaMelo Ball var með 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Hornets vann 103-99 sigur á Bucks. Þetta var sjötti sigur liðsins í átta leikjum. Khris Middleton var með 27 stig og 11 stoðsendingar hjá Milwaukee og Giannis Antetokounmpo var með 26 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.
30-ball from Barrett @RjBarrett6 drops 31 PTS to lead the @nyknicks to the huge home win! pic.twitter.com/qkgDGoIldA
— NBA (@NBA) January 11, 2022
- Úrsltin í NBA-deildinni í nótt:
- Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 114-108
- Sacramento Kings - Cleveland Cavaliers 108-109
- Boston Celtics - Indiana Pacers 101-98 (framlengt)
- Houston Rockets - Philadelphia 76ers 91-111
- New York Knicks - San Antonio Spurs 111-96
- Detroit Pistons - Utah Jazz 126-116
- Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 103-99

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.