Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2022 13:03 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar, auk fjölda annarra atriða, sem tíunduð eru í skýrslunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps
Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira