Chelsea valtaði yfir Chesterfield í bikarnum | Úrvalsdeildarlið í vandræðum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. janúar 2022 20:00 Lukaku skoraði í kvöld EPA-EFE/NEIL HALL Chelsea vann auðveldan 5-1 sigur á E-deildarliði Chesterfield í kvöld á Stamford Bridge. Flestir bjuggust við þægilegum sigri lundúnaliðsins sem reyndist svo raunin. Timo Werner braut ísinn á 6. mínútu þegar hann skoraði í autt markið eftir skyndisókn. Talsverð rangstöðulykt af markinu sem stóð þó enda myndbandsdómgæsla ekki hluti af FA bikarnum. Callum Hudson-Odoi skoraði svo mjög huggulegt mark á 18. mínútu þegar hann kom inn af vinstri kantinum og beygði boltann fallega í fjærhornið. Forystan tvöfölduð og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Romelu Lukaku svo gott sem kláraði leikinn tveimur mínútum seinna þegar hann skoraði eftir að Lewis Hall hafði nýtt sér skelfileg varnarmistök Chesterfield og áður en hálfleiknum var lokið var Andreas Christensen búinn að koma Chelsea í 4-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var svo formsatriði. Hakim Ziyech kom Chelsea í 5-0 með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. Leikmenn Chesterfield náðu þó að klóra í bakkann og Akwasi Asante skoraði á 80. mínútu. Lokatölur 5-1 og Chelsea komnir áfram. Önnur úrslit Hull 2-3 EvertonSwansea 2-3 SouthamptonYeovil 1-3 BournemouthBirmingham 0-1 Plymouth Enski boltinn
Chelsea vann auðveldan 5-1 sigur á E-deildarliði Chesterfield í kvöld á Stamford Bridge. Flestir bjuggust við þægilegum sigri lundúnaliðsins sem reyndist svo raunin. Timo Werner braut ísinn á 6. mínútu þegar hann skoraði í autt markið eftir skyndisókn. Talsverð rangstöðulykt af markinu sem stóð þó enda myndbandsdómgæsla ekki hluti af FA bikarnum. Callum Hudson-Odoi skoraði svo mjög huggulegt mark á 18. mínútu þegar hann kom inn af vinstri kantinum og beygði boltann fallega í fjærhornið. Forystan tvöfölduð og nokkuð ljóst í hvað stefndi. Romelu Lukaku svo gott sem kláraði leikinn tveimur mínútum seinna þegar hann skoraði eftir að Lewis Hall hafði nýtt sér skelfileg varnarmistök Chesterfield og áður en hálfleiknum var lokið var Andreas Christensen búinn að koma Chelsea í 4-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var svo formsatriði. Hakim Ziyech kom Chelsea í 5-0 með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. Leikmenn Chesterfield náðu þó að klóra í bakkann og Akwasi Asante skoraði á 80. mínútu. Lokatölur 5-1 og Chelsea komnir áfram. Önnur úrslit Hull 2-3 EvertonSwansea 2-3 SouthamptonYeovil 1-3 BournemouthBirmingham 0-1 Plymouth
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti