Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 07:31 RJ Barrett kominn í loftið og í þann mund að fara að skora sigurkörfu New York Knicks í gærkvöld. AP/Adam Hunger RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira