Dallas heiðrar Dirk í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 19:01 Dirk Nowitzki og Dallas Mavericks urðu NBA-meistarar í eina skiptið árið 2011. Getty/John W. McDonough Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur. Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs)
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira