Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 11:30 Sonni Ragnar Nattestad lék síðast með Dundalk á Írlandi. getty/Ben McShane Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Norski boltinn Noregur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira