Í sögubækurnar með ótrúlegum leik en uppskeran engin Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 07:30 Trae Young átti stórkostlegan leik í nótt en það dugði skammt. AP/Craig Mitchelldyer Þó að Atlanta Hawks hafi orðið að sætta sig við tap, 136-131, gegn Portland Trail Blazers má segja að Trae Young hafi stolið senunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með stórkostlegum sóknarleik. Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira