Riftu samningi við fyrrverandi leikmann FH og Fylkis vegna tengsla við nauðgunarmál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 10:49 Jerv bauð Sonna Ragnar Nattested velkominn en rifti samningnum við hann skömmu síðar. getty/LARS RONBOG/heimasíða jerv Jerv, nýliðar í norsku úrvalsdeildinni, riftu samningi sínum við færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattested, fyrrverandi leikmann FH og Fylkis, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við félagið. Ástæðan er tengsl hans við nauðgunarmál gegn Babacar Sarr, fyrrverandi leikmanns Selfoss. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði. Norski boltinn Noregur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira