Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 15:22 Álfheiður veltir því nú upp hvort það fari henni betur að vera Álfheiður P. Eymarsdóttir eða P. Álfheiður Eymarsdóttir. Aðsend Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd. Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar. Mannanöfn Píratar Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar.
Mannanöfn Píratar Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira