Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 15:22 Álfheiður veltir því nú upp hvort það fari henni betur að vera Álfheiður P. Eymarsdóttir eða P. Álfheiður Eymarsdóttir. Aðsend Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd. Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar. Mannanöfn Píratar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
Hún segist vera hæstánægð með niðurstöðuna í samtali við Vísi en greint er frá málinu á vef Pírata. Álfheiður óskaði fyrst eftir því að fá að taka upp eftirnafnið Pírati árið 2018 en því var hafnað af Þjóðskrá með vísan til þess að óheimilt sé að taka upp ný ættarnöfn. Síðar sama ár fór hún fram á að taka upp Pírati sem millinafn. Því var hafnað af mannanafnanefnd með þeim rökum að nafnið væri ekki leitt af íslenskum orðstofni, hefði nefnifallsendingu og uppfyllti þar með ekki skilyrði um millinöfn. Loks fór Álfheiður fram á endurupptöku beiðninnar og var hún tekin fyrir á fundi mannanafnanefndar í lok nóvember. Í þetta skiptið var óskað eftir því að Pírati yrði fært í mannanafnaskrá sem eiginnafn. Taldi nefndin ekkert standa í vegi fyrir því og sagði nafnið uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Var það því fært á mannanafnaskrá. Um að ræða úrelt fyrirkomulag „Þetta er í raun og veru borgaraleg óhlýðni. Það er ekkert prinsipp mál hjá mér að ég eða einhver annar fái að heita Pírati, en okkur finnst þessi mannanafnanefnd bara vera fáránlegt fyrirbæri. Ég er enn að melda með mér hvort það sé flottara að hafa það Pírati Álfheiður Eymarsdóttir eða Álfheiður Pírati Eymarsdóttir. Eða bara hvort hreinlega ég nýti mér þetta eða ekki. Það er allavega loks komið leyfi fyrir þessu,“ segir Álfheiður í samtali við Vísi. Hún bætir við að Pírötum þyki nefndin vera barn síns tíma og engan veginn eiga við í nútímasamfélagi. Hátt hlutfall Íslendinga sé nú af erlendum uppruna og þá sé stutt síðan útlendingar sem sóttust eftir ríkisborgararétti voru látnir taka upp íslenskt nafn. „Hún er bara óþörf, úrelt og ef foreldrum er yfirleitt treyst til að eignast börn að þá ætti að vera hægt að treysta þeim til að nefna þau líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð til að leiðrétta að beiðninni um eftirnafn var hafnað af Þjóðskrá og ekki vísað til mannanafnanefndar.
Mannanöfn Píratar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“