Morant og Memphis skelltu Lakers aftur niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:00 LeBron James og Ja Morant voru stigahæstir á vellinum þegar Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies mættust. getty/Justin Ford Eftir langþráðan sigur á Houston Rockets í gær var liði Los Angeles Lakers skellt aftur niður á jörðina þegar það sótti Memphis Grizzlies heim í NBA-deildinni í nótt. Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira