Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 14:06 Auddi, Egill og Steindi eru þáttastjórnendur FM95BLÖ og hlaðvarpsins Blökastið. Vísir Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi. FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jólabingó Blökastsins var á dagskrá á morgun, miðvikudaginn 29. desember klukkan 19, en því hefur verið frestað til 14. janúar þar sem meðlimir Blö-teymisins hafa greinst smitaðir af Covid. Sýna átti bingóið í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi á morgun en það færist nú til um rúmar tvær vikur. „Þetta er alveg ömurlegt, það er því miður enginn útsendingarstjóri laus af því að annar er með Covid. Sverrir og Jóhanna Guðrún ætla að koma og syngja þannig að við vildum gera þetta vel og það var bara ekki hægt núna,“ segir Auðunn Blöndal, eða Auddi. „Við vorum búin að reyna allt en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuður ársins þannig að það er fínt að eiga þetta eftir. Við verðum með sömu geggjuðu vinningana,“ segir Auddi. Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, er einn þeirra sem greindist smitaður af veirunni. Hann er nú í einangrun með fjölskyldu sinni, sem sömuleiðis greindist öll smituð. „Gengið er bara komið með Covid eða er í sóttkví. Þannig að við þurftum að fresta því til 14. janúar,“ segir Steindi. „Það er smá skrítið að vera með jólabingó í janúar þannig að við höfum þetta bara nýársbingó. Við ætlum heldur betur að gera þetta mjög flott, stórt og veglegt. Það verða þarna örugglega margir fastir heima í sóttkví eða einangrun og ég held að fólk verði mjög þakklátt að fá inn eitthvað skemmtilegt,“ segir Steindi. Hann og fjölskyldan muni reyna að hafa það notalegt um áramótin. „Sem betur fer heilsast öllum vel og allir eru bara nokkuð brattir. Það er bara verið að finna alls konar skemmtilegt til að bralla á daginn og reyna að gera þetta sem skást.“ Bingóið verður, þrátt fyrir allt, sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi um miðjan janúar. Sérstakir gestir Blö-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.
FM95BLÖ Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
FM95BLÖ með eigið jólabingó og lofa sturluðum vinningum Jólabingó FM95BLÖ verður miðvikudaginn 29. desember klukkan 19:00. Þetta er fyrsta bingóið sem Steindi stjórnar og félagarnir lofa mikilli skemmtun og „sturluðum“ vinningum. 23. desember 2021 13:31