Daníel Guðni: „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2021 21:30 Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var að vonum sáttur með 95-91 sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í kvöld. „Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Mér fannst leikurinn vera í svona þokkalegu jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar, en síðan missum við þá framúr okkur og þeir komast í sinn leik og í góðan takt og þá er erfitt að eiga við þá,“ sagði Daníel Guðni að leik loknum. „Sérstaklega í þriðja leikhluta, þá fannst mér þeir skora allt of auðveldlega. En sömuleiðis þá vorum við að skora ágætlega í þriðja leikhluta fannst mér. Við skorum 26 stig en þeir 30 og mér finnst það aðeins of mikið.“ „Svo í fjórða leikhluta þá ákváðum við að breyta aðeins til varnarlega og það gekk bara upp. Við gerðum þetta bara saman og við gerðum þetta vel.“ Grindvíkingar áttu erfitt með að hemja Daniel Mortensen og Davíð Arnar Ágústsson í liði Þórsara, en Daníel segist vera ánægður með það hvernig lið hans náði að halda öðrum leikmönnum Íslandsmeistaranna í skefjum. „Við vorum kannski ekki að setja mikið af þristum niður í fyrri hálfleik og það þarf bara alltaf eitthvað að gefa eftir. Daniel Mortensen var á eldi og Davíð Arnar líka en við náðum að halda hinum aðeins í skefjum. Sérstaklega [Luciano] Massarelli, og [Glynn] Watson var í held ég fimm stigum í fyrri hálfleik en var góður í seinni.“ „Þetta voru bara tvö góð lið að berjast og við unnum hérna í kvöld. Það er bara virkilega gaman að hafa náð því.“ Grindvíkingar mæta hinum Þórsurunum í næsta leik þegar liðið fer alla leið á Akureyri eftir áramót. „Það verður að vera góður undirbúningur fyrir það verkefni. Maður veit reyndar ekkert hvort að maður er að fara í sóttkví eftir þennan leik eða hvað. Það er allur gangur á þessu.“ „En við verðum bara að vera tilbúnir í næsta verkefni og það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu og gera þetta bara saman og gera þetta vel,“ sagði Daníel að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. 27. desember 2021 20:53
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn