Varnarleikur Lakers hvorki fugl né fiskur án Anthony Davis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 19:00 Anthony Davis er frá vegna meiðsla og verður það næsta mánuðinn eða svo. Kevork Djansezian/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á sitt besta í NBA-deildinni í körfubolta á leiktíðinni en eftir að Anthony Davis meiddist nýverið hefur varnarleikur liðsins verið hrein martröð. Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira