Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 10:06 Suður-Afríka hefur verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19 í Afríku. EPA-EFE/Kim Ludbrook Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir af kórónuveirunni í Afríku en í Suður-Afríku og hvergi fleiri látist vegna veirunnar í heimsálfunni en þar. Fyrir utan þetta hefur Suður-Afríka verið leiðandi í bólusetningum í álfunni og sjónir flestra beinst að landinu þar sem Suður-Afríka var eitt þeirra landa sem fyrst greindi ómíkron-afbrigði veirunnar. Heilbrigðisráðuneyti landsins gaf það út á föstudag að þeir sem ekki hafi einkenni veirunnar, en hafa komist í nálægð við hana, þurfi hvorki að fara í PCR-próf né í sóttkví en eigi þó að fylgjast með því hvort þeir þrói með sér einkenni fimm til sjö daga eftir að þeir eru útsettir fyrir smiti. Þá er þeim gert að fara ekki á mannmarga staði fyrstu vikuna eftir útsetningu. Þeir einir sem þróa með sér einkenni þurfa að fara í próf og þeir sem sýna mild einkenni veikinda þurfa aðeins að fara í einangrun í átta daga. Þeir sem verða mikið veikir eiga að fara í tíu daga einangrun. Þá verður öllum sóttkvíarhótelum lokað og smitrakningu verður hætt, fyrir utan þau tilfelli þar sem smitaður hefur verið í mikilli mannmergð. Sibongiseni Dhlomo, staðgengill heilbrigðisráðherra, sagði í tilkynningu að ákvörðunin væri byggð á ráðleggingum sérfræðinga, sem telji sóttkvíaraðgerðir engu skila lengur. Þá meti sérfræðingar það svo að um 60% þjóðarinnar hafi vörn gegn ómíkron-smiti, annað hvort með bólusetningu eða fyrra smiti. Auk þess sýni meirihluti smitaðra lítil sem engin einkenni og fáir greinist því með afbrigðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28 Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04 Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01 Mest lesið Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. 27. desember 2021 09:28
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. 26. desember 2021 19:04
Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. 23. desember 2021 19:01