Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 12:00 Golden State Warriors og Phoenix Suns mætast í NBA-deildinni í kvöld. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira