Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 12:00 Golden State Warriors og Phoenix Suns mætast í NBA-deildinni í kvöld. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum