Glænýr bóksölulisti: Fuglar og Máni með mikinn lokasprett Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 15:04 Enginn aumingi hann Máni Pétursson sem brýst með sína allra fyrstu bók inn á aðallistann nú þegar skammt er til jóla. vísir/vilhelm Vísir birtir hér með glænýjan bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hér er um mikilvægasta lista ársins því hann tekur til bóksölu á flestum útsölustöðum landsins á tímabilinu 14. til 20. desember. Á þessu tímabili seljast flestar bækur á Íslandi fyrir utan allra síðustu dagana fyrir jól. „Nú fara í hönd einhverjir skemmtilegustu dagarnir hjá bóksölum,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút en hún gerþekkir bóksölu, starfaði lengi sem verslunarstjóri hjá Eymundsson áður en hún gekk til liðs við bókaútgefendur. „Salan breytist svolítið þessa allra síðustu daga þegar kaupendur bæta við einni bók fyrir sjálfan sig – svona til öryggis. Þetta eru oftast kiljur, skáldverk og ljóð sem lesendur vilja ekki vera án, á jólanótt. Í þessum kaupum sneiða lesendur svolítið fram hjá metsölubókunum enda líklegast að þær lúri undir tré nú þegar.“ Máni í skýjunum með góðan árangur Þannig að þó listinn sem nú birtist sé mikilvægur og sýni skýrt hvernig landið liggur þá gæti enn dregið til tíðinda. Spurt er hvað sé það sem helst kemur á óvart. Þegar síðasti listi var birtur var vakin athygli á góðu gengi bílabókar Arnar Sigurðssonar sem gefur ekkert eftir og situr í 12. sæti. „Já, óvæntast er Guðni, Bílamenningin og Fjárfestingar,“ segir Bryndís almennt um bóksöluvertíðina. En vert sé að líta til stærstu stökka á lokametrunum. Fagurt galaði fuglinn sá seldist upp, kom aftur í búðir á fimmtudag og rauk þá beint í fjórða sæti lista.skjáskot „Tveir titlar sem komu seint til landsins vegna pappírsskorts eða eitthvað; Fagurt galaði fuglinn sá, fuglabók eftir Helga Jónsson og Önnu Margréti Marinósdóttur en Jón Baldur Hlíðberg myndskreytir. Hún fer beint í 4. sæti aðallistans og svo bókin Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi eftir Þorkel Mána Pétursson,“ segir Bryndís. En sú bók hefur tekið stökk og er í 19. sæti aðallista bóksölunnar fyrir þetta tímabil. Fagurt galaði fuglinn sá, sem Sögur gefa út, nýtur mikilla vinsælda. 1. prentun seldist upp og kom hún aftur í búðir á fimmtudaginn. Máni er nýgræðingur á þessu sviði, með sína fyrstu bók og Vísir heyrði stuttlega í honum. Máni var afar ánægður með þessi tíðindi, í skýjunum reyndar. „Ég var ánægður þegar ég var búinn að selja meira en besti rithöfundur í heimi, Gyrðir Elíasson. En ég verð að segja að þetta kemur mér skemmtilega á óvart. Ég held að þessi bók eigi erindi við alla karlmenn,“ segir Máni sem þegar er farinn að leggja drög að næstu bók. Hann hins vegar veigrar sér við því að titla sig rithöfund, ekki alveg strax. „En þetta er sögulegt ár í bókaútgáfu. Sjaldan eða aldrei hafa verið gefnir út eins margir titlar.“ Arnaldur fastur fyrir Sé litið almennt á bóksölulistana má segja að Arnaldur Indriðason, konungur bóksölulista undanfarinnar ára, megi vel við una þó Yrsa Sigurðardóttir sæki að honum. Hún er efst á lista fyrir þetta tiltekna tímabil en Arnaldur er efstur á árslistanum. En þar er Yrsa í öðru sæti og ekki verður ljóst fyrr en í byrjun næsta árs, hvort þeirra hefur betur þegar upp er staðið. Arnaldur tók áhættu þegar hann sendi frá sér sögulega skáldsögu en lesendur eru trúir sínu skáldi. Arnaldur og Yrsa. Konungur og drottning bóksölu á Íslandi undanfarinna ára. Engin leið er að sjá hvort þeirra stendur uppi sem sigurvegari þegar árið verður gert upp. Hann heldur enn stöðu sinni sem mest seldi höfundur ársins en Yrsa sækir fast á hann, bók hennar, Lok, lok og læs nú aðra vikuna í röð mest selda bókin. Það verður í raun ekki ljóst fyrr en í byrjun næsta árs, hvort þeirra hefur betur. Spennusögur halda sinni hlutdeild og eru áfram áberandi ofarlega á metsölulistum, Yrsa, Ragnar, Stefán Máni, Lilja og Eva Björg eru þar áberandi en um 20 nýjar íslenskar spennusögur litu dagsins ljós á árinu svo samkeppnin er hörð. Það var hún líka í flokki íslenskra skáldverka og virðist sala þeirra hafa dreifst mjög mikið á milli titla. Söluhæstur er auðvitað Arnaldur, þá Hallgrímur og svo Auður Jóns. Næst á eftir þeim úr flokki nýrra íslenskra skáldverka koma Fríða Ísberg, Þórarinn Eldjárn, Einar Kárson, Bragi Páll, Bergsveinn Birgisson, Einar Már, Anna Hafþórsdóttir og Kamilla Einarsdóttir. Bókaútgefendur brattir Salan dreifist mikið á allan þann fjölda titla sem komu út og sömuleiðis á milli forlaga. Forlagið á þó 9 af 20 mest seldu titlunum svo þeir hljóta að teljast einhvers konar sigurvegarar en þeir gefa líka mest út. „Salan er líka að dreifast meira í barnabókunum. Þar höfum við á liðnum árum séð söluna borna uppi af 2-3 höfundum en þeir hafa í ár heldur gefið eftir þó salan sé áþekki í heildina,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir nú fari í hönd allra skemmtilegasti tíminn í bóksölunni, salan breytist eilítið þessa allra síðustu daga þegar kaupendur bæti við einni bók fyrir sig sjálfa, svona til öryggis. Salan í nóvember í fyrra var ótrúlega mikil og mjög á skjön við allt sem bókaútgefendur höfðu áður upplifað. En hefur ekki orðið vart við samdrátt í bóksölu? „Þegar leið á desember dróst hún hins vegar verulega saman þannig að jólin í fyrra urðu ekki alveg sú sprengja sem þau litu út fyrir að verða. Kaupendur voru bara óvenju forsjálir. Þannig sáum við um 30% samdrátt í nóvember í ár miðað við nóvember í fyrra. Hins vegar hefur salan í desember verið mun betri en í fyrra þannig að eftir sölu síðustu helgar erum við á pari við 1. nóv – 20 des í fyrra. Miðað við þungann í sölunni núna held ég að búast megi við einhverri aukningu,“ segir Bryndís sem lætur engan bilbug á sér sjá. Mest seldu bækurnar 14. des - 20. des 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Lára bakar - Birgitta Haukdal 10. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 11. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 12. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 13. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 14. Horfnar - Stefán Máni 15. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 16. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 17. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 18. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 19. Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi - Þorkell Máni Pétursson 20. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 2. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 5. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 6. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 7. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 8. Verum ástfangin af lífinu - Þorgrímur Þráinsson 9. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 8. Merking - Fríða Ísberg 9. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 10. Umfjöllun - Þórarinn Eldjárn Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi - Þorkell Máni Pétursson 6. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 7. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 8. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 9. Heimabarinn - kokteilabók - Andri Davíð Pétursson og Ivan Svanur Corvasce 10. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 4. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 5. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 6. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 7. Oddgeir Kristjánsson – Þeir hreinu tónar - Kristín Ástgeirsdóttir 8. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 9. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 20. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 9. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 10. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 11. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 12. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 13. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 14. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 15. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 16. Palli Playstation - Gunnar Helgason 17. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 18. Horfnar - Stefán Máni 19. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 20. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01 Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á þessu tímabili seljast flestar bækur á Íslandi fyrir utan allra síðustu dagana fyrir jól. „Nú fara í hönd einhverjir skemmtilegustu dagarnir hjá bóksölum,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút en hún gerþekkir bóksölu, starfaði lengi sem verslunarstjóri hjá Eymundsson áður en hún gekk til liðs við bókaútgefendur. „Salan breytist svolítið þessa allra síðustu daga þegar kaupendur bæta við einni bók fyrir sjálfan sig – svona til öryggis. Þetta eru oftast kiljur, skáldverk og ljóð sem lesendur vilja ekki vera án, á jólanótt. Í þessum kaupum sneiða lesendur svolítið fram hjá metsölubókunum enda líklegast að þær lúri undir tré nú þegar.“ Máni í skýjunum með góðan árangur Þannig að þó listinn sem nú birtist sé mikilvægur og sýni skýrt hvernig landið liggur þá gæti enn dregið til tíðinda. Spurt er hvað sé það sem helst kemur á óvart. Þegar síðasti listi var birtur var vakin athygli á góðu gengi bílabókar Arnar Sigurðssonar sem gefur ekkert eftir og situr í 12. sæti. „Já, óvæntast er Guðni, Bílamenningin og Fjárfestingar,“ segir Bryndís almennt um bóksöluvertíðina. En vert sé að líta til stærstu stökka á lokametrunum. Fagurt galaði fuglinn sá seldist upp, kom aftur í búðir á fimmtudag og rauk þá beint í fjórða sæti lista.skjáskot „Tveir titlar sem komu seint til landsins vegna pappírsskorts eða eitthvað; Fagurt galaði fuglinn sá, fuglabók eftir Helga Jónsson og Önnu Margréti Marinósdóttur en Jón Baldur Hlíðberg myndskreytir. Hún fer beint í 4. sæti aðallistans og svo bókin Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi eftir Þorkel Mána Pétursson,“ segir Bryndís. En sú bók hefur tekið stökk og er í 19. sæti aðallista bóksölunnar fyrir þetta tímabil. Fagurt galaði fuglinn sá, sem Sögur gefa út, nýtur mikilla vinsælda. 1. prentun seldist upp og kom hún aftur í búðir á fimmtudaginn. Máni er nýgræðingur á þessu sviði, með sína fyrstu bók og Vísir heyrði stuttlega í honum. Máni var afar ánægður með þessi tíðindi, í skýjunum reyndar. „Ég var ánægður þegar ég var búinn að selja meira en besti rithöfundur í heimi, Gyrðir Elíasson. En ég verð að segja að þetta kemur mér skemmtilega á óvart. Ég held að þessi bók eigi erindi við alla karlmenn,“ segir Máni sem þegar er farinn að leggja drög að næstu bók. Hann hins vegar veigrar sér við því að titla sig rithöfund, ekki alveg strax. „En þetta er sögulegt ár í bókaútgáfu. Sjaldan eða aldrei hafa verið gefnir út eins margir titlar.“ Arnaldur fastur fyrir Sé litið almennt á bóksölulistana má segja að Arnaldur Indriðason, konungur bóksölulista undanfarinnar ára, megi vel við una þó Yrsa Sigurðardóttir sæki að honum. Hún er efst á lista fyrir þetta tiltekna tímabil en Arnaldur er efstur á árslistanum. En þar er Yrsa í öðru sæti og ekki verður ljóst fyrr en í byrjun næsta árs, hvort þeirra hefur betur þegar upp er staðið. Arnaldur tók áhættu þegar hann sendi frá sér sögulega skáldsögu en lesendur eru trúir sínu skáldi. Arnaldur og Yrsa. Konungur og drottning bóksölu á Íslandi undanfarinna ára. Engin leið er að sjá hvort þeirra stendur uppi sem sigurvegari þegar árið verður gert upp. Hann heldur enn stöðu sinni sem mest seldi höfundur ársins en Yrsa sækir fast á hann, bók hennar, Lok, lok og læs nú aðra vikuna í röð mest selda bókin. Það verður í raun ekki ljóst fyrr en í byrjun næsta árs, hvort þeirra hefur betur. Spennusögur halda sinni hlutdeild og eru áfram áberandi ofarlega á metsölulistum, Yrsa, Ragnar, Stefán Máni, Lilja og Eva Björg eru þar áberandi en um 20 nýjar íslenskar spennusögur litu dagsins ljós á árinu svo samkeppnin er hörð. Það var hún líka í flokki íslenskra skáldverka og virðist sala þeirra hafa dreifst mjög mikið á milli titla. Söluhæstur er auðvitað Arnaldur, þá Hallgrímur og svo Auður Jóns. Næst á eftir þeim úr flokki nýrra íslenskra skáldverka koma Fríða Ísberg, Þórarinn Eldjárn, Einar Kárson, Bragi Páll, Bergsveinn Birgisson, Einar Már, Anna Hafþórsdóttir og Kamilla Einarsdóttir. Bókaútgefendur brattir Salan dreifist mikið á allan þann fjölda titla sem komu út og sömuleiðis á milli forlaga. Forlagið á þó 9 af 20 mest seldu titlunum svo þeir hljóta að teljast einhvers konar sigurvegarar en þeir gefa líka mest út. „Salan er líka að dreifast meira í barnabókunum. Þar höfum við á liðnum árum séð söluna borna uppi af 2-3 höfundum en þeir hafa í ár heldur gefið eftir þó salan sé áþekki í heildina,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút segir nú fari í hönd allra skemmtilegasti tíminn í bóksölunni, salan breytist eilítið þessa allra síðustu daga þegar kaupendur bæti við einni bók fyrir sig sjálfa, svona til öryggis. Salan í nóvember í fyrra var ótrúlega mikil og mjög á skjön við allt sem bókaútgefendur höfðu áður upplifað. En hefur ekki orðið vart við samdrátt í bóksölu? „Þegar leið á desember dróst hún hins vegar verulega saman þannig að jólin í fyrra urðu ekki alveg sú sprengja sem þau litu út fyrir að verða. Kaupendur voru bara óvenju forsjálir. Þannig sáum við um 30% samdrátt í nóvember í ár miðað við nóvember í fyrra. Hins vegar hefur salan í desember verið mun betri en í fyrra þannig að eftir sölu síðustu helgar erum við á pari við 1. nóv – 20 des í fyrra. Miðað við þungann í sölunni núna held ég að búast megi við einhverri aukningu,“ segir Bryndís sem lætur engan bilbug á sér sjá. Mest seldu bækurnar 14. des - 20. des 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Lára bakar - Birgitta Haukdal 10. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 11. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 12. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 13. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 14. Horfnar - Stefán Máni 15. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 16. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 17. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 18. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 19. Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi - Þorkell Máni Pétursson 20. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 2. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 3. Lára bakar - Birgitta Haukdal 4. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson 5. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 6. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 7. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 8. Verum ástfangin af lífinu - Þorgrímur Þráinsson 9. Jólasyrpa 2021 - Walt Disney 10. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir 8. Merking - Fríða Ísberg 9. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 10. Umfjöllun - Þórarinn Eldjárn Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 4. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 5. Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi - Þorkell Máni Pétursson 6. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 7. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 8. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 9. Heimabarinn - kokteilabók - Andri Davíð Pétursson og Ivan Svanur Corvasce 10. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 4. 11.000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 5. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 6. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 7. Oddgeir Kristjánsson – Þeir hreinu tónar - Kristín Ástgeirsdóttir 8. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 9. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey - Friðrik G. Olgeirsson Mest seldu bækur ársins: 1. janúar - 20. desember 2021 1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Lára bakar - Birgitta Haukdal 5. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 9. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 10. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 11. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 12. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 13. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 14. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 15. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 16. Palli Playstation - Gunnar Helgason 17. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 18. Horfnar - Stefán Máni 19. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 20. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01 Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01
Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25