Latifi fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Abu Dhabi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 23:30 Nicholas Latifi vissi í hvað stefndi á samfélagsmiðlum þegar kappakstrinum í Abu Dhabi lauk. BRYN LENNON /Getty Images Ökuþórinn Nicholas Latifi segist hafa fengið öfgafullar líflátshótanir eftir árekstur hans í lokakappakstri Formúlu 1 tímabilsins, sem gerði Max Verstappen kleift að hrifsa heimsmeistaratitilinn af Lewis Hamilton. Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021 Formúla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021
Formúla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira