Rauði krossinn styrkir flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu Heimsljós 21. desember 2021 10:37 Rauði krossinn Hluti framlaganna er greiddur með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Rauði krossinn hefur ákveðið að efla COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styrkja flutning á 30 súrefnisvélum til sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Hluti framlaganna er greiddur með stuðningi utanríkisráðuneytisins í formi rammasamnings um alþjóðlega mannúðaraðstoð. „Þessi stuðningur bætist við fyrri stuðning við baráttuna gegn heimsfaraldrinum,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. „Árið 2020 veitti Rauði krossinn á Íslandi tæpum 30 milljónum króna til COVID-19 viðbragða Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku og í Mið-Austurlöndum auk þess að senda fjóra sendifulltrúa til að taka þátt í COVID-19 viðbrögðum. Sendifulltrúarnir hafa tekið þátt í starfi hreyfingarinnar frá höfuðstöðvum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, frá svæðisskrifstofu Alþjóðasambandsins í Evrópu, skrifstofu Alþjóðasambandsins í Líbanon og á COVID-19 sjúkraeiningu í Jemen.“ Á heimsvísu eru viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar mjög yfirgripsmikil. Viðbrögðunum má skipta í þrjá meginþætti: Að viðhalda og efla heilbrigði og hreinlæti Takast á við félagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldsins Að efla og byggja upp landsfélög hreyfingarinnar á sjálfbæran hátt svo þau verði betur búin að takast á við stóráföll og afleiðingar þeirra. Í fréttinni segir að líkt og Rauði krossinn á Íslandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna innan almannavarna á Íslandi gegni önnur landsfélög hreyfingarinnar mikilvægu stoðhlutverki við sín yfirvöld þó hlutverkin geti verið mismunandi á milli landa. Víða reki landsfélögin heilsugæslur og jafnvel spítala, landsfélög í Afríku og Mið-Austurlöndum hafi mikla reynslu af samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, eftirliti með faröldrum og heilbrigðisfræðslu svo fátt eitt sé nefnt. „Landsfélög eru því mörg hver vel sett til að taka þátt í bólusetningaraðgerðum. Landsfélög hafa einnig hugað að sálfélagslegum stuðningi og brugðist við félags og efnahagslegum afleiðingum faraldursins með matar og fjárstuðningi, skjóli og félagslegri aðhlynningu.“ Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sómalía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent
Rauði krossinn hefur ákveðið að efla COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styrkja flutning á 30 súrefnisvélum til sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Hluti framlaganna er greiddur með stuðningi utanríkisráðuneytisins í formi rammasamnings um alþjóðlega mannúðaraðstoð. „Þessi stuðningur bætist við fyrri stuðning við baráttuna gegn heimsfaraldrinum,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. „Árið 2020 veitti Rauði krossinn á Íslandi tæpum 30 milljónum króna til COVID-19 viðbragða Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku og í Mið-Austurlöndum auk þess að senda fjóra sendifulltrúa til að taka þátt í COVID-19 viðbrögðum. Sendifulltrúarnir hafa tekið þátt í starfi hreyfingarinnar frá höfuðstöðvum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, frá svæðisskrifstofu Alþjóðasambandsins í Evrópu, skrifstofu Alþjóðasambandsins í Líbanon og á COVID-19 sjúkraeiningu í Jemen.“ Á heimsvísu eru viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar mjög yfirgripsmikil. Viðbrögðunum má skipta í þrjá meginþætti: Að viðhalda og efla heilbrigði og hreinlæti Takast á við félagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldsins Að efla og byggja upp landsfélög hreyfingarinnar á sjálfbæran hátt svo þau verði betur búin að takast á við stóráföll og afleiðingar þeirra. Í fréttinni segir að líkt og Rauði krossinn á Íslandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna innan almannavarna á Íslandi gegni önnur landsfélög hreyfingarinnar mikilvægu stoðhlutverki við sín yfirvöld þó hlutverkin geti verið mismunandi á milli landa. Víða reki landsfélögin heilsugæslur og jafnvel spítala, landsfélög í Afríku og Mið-Austurlöndum hafi mikla reynslu af samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, eftirliti með faröldrum og heilbrigðisfræðslu svo fátt eitt sé nefnt. „Landsfélög eru því mörg hver vel sett til að taka þátt í bólusetningaraðgerðum. Landsfélög hafa einnig hugað að sálfélagslegum stuðningi og brugðist við félags og efnahagslegum afleiðingum faraldursins með matar og fjárstuðningi, skjóli og félagslegri aðhlynningu.“ Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sómalía Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent