Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 07:30 Joel Embiid var frábær í sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics í Boston. AP/Charles Krupa Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira
Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Sjá meira