Fyrsta stikla Northman: Ísland, Björk og brjálaður Skarsgård Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 14:32 Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Universal frumsýndi í dag fyrstu stiklu víkingamyndarinnar The Northman eftir Robert Eggers. Myndin á að gerast á Íslandi um árið þúsund og handritið var skrifað í samstarfi við skáldið Sjón. Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Í aðalhlutverki myndarinnar eru þau Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke. Einnig leikur Björk í myndinni. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Björk leikur í í tvo áratugi. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. The Northman fjallar um Amleth, íslenskan prins, sem ætlar að hefna föður síns, sem var myrtur þegar prinsinn var ungur, og bjarga móður sinni Guðrúnu, sem leikin er af Kidman. Saga The Northman byggir á sömu norrænu sögum sem fengu William Shakespeare til að skrifa Hamlet. Í samtali við IGN sagði Eggers frá því að einn forsvarsmaður kvikmyndavers hefði líkt myndinni við víkingaútgáfu af Lion King. Myndin var að mestu tekin upp á Írlandi en nokkur atriði hennar voru tekin upp á Íslandi. Eins og áður segir er Sjón meðhöfundur handritsins en í samtali við Entertainment Weekly sagði Eggers að Björk hefði kynnt þá tvo í matarboði og að hún hefði talið að þeir ættu vel saman. Það hafi verið rétt hjá henni. Stikluna má sjá hér að neðan. Klippa: The Northman - sýnishorn
Kvikmyndagerð á Íslandi Björk Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira