Þægilegt hjá Man City í Newcastle Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 15:53 Þægilegur dagur á skrifstofunni. vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. Yfirburðir Man City voru algjörir nær allan leikinn en portúgölsku varnarmennirnir Ruben Dias og Joao Cancelo sáu til þess að Man City hefði tveggja marka forystu í leikhléi. Eftir klukkutíma leik kom Riyad Mahrez sér á markalistann þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Oleksandr Zinchenko snyrtilega í netið. Undir lok leiks rak Raheem Sterling síðasta naglann í kistu lánlausra Newcastle manna þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Gabriel Jesus. Lokatölur 0-4 fyrir Man City. Þar með er það ljóst að lærisveinar Pep Guardiola munu tróna á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina en þeir hafa nú fjögurra stiga forskot á Liverpool sem mætir Tottenham innan skamms. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með Newcastle United í uppgjöri ríkustu fótboltaliða heims í ensku úrvalsdeildinni í dag. Yfirburðir Man City voru algjörir nær allan leikinn en portúgölsku varnarmennirnir Ruben Dias og Joao Cancelo sáu til þess að Man City hefði tveggja marka forystu í leikhléi. Eftir klukkutíma leik kom Riyad Mahrez sér á markalistann þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Oleksandr Zinchenko snyrtilega í netið. Undir lok leiks rak Raheem Sterling síðasta naglann í kistu lánlausra Newcastle manna þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Gabriel Jesus. Lokatölur 0-4 fyrir Man City. Þar með er það ljóst að lærisveinar Pep Guardiola munu tróna á toppi deildarinnar yfir jólahátíðina en þeir hafa nú fjögurra stiga forskot á Liverpool sem mætir Tottenham innan skamms.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti