Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:43 KR - Keflavík. Subway deild karla. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri, 90-76, gegn Grindavík í síðasta leik deildarinnar fyrir jól. Keflvíkingar gáfu tóninn strax í upphafi og náðu 11-2 forystu í fyrsta leikhluta. Jaka Brodnik fór fyrir heimamönnum og skoraði mikið í byrjun. Lítið gekk upp hjá Grindvíkingum í sóknarleiknum sem var stirður og hægur. Gestirnir náðu mest sextán stiga forskoti í leikhlutanum og Grindvíkingar ekki mættir til leiks. Í öðrum leikhluta fór forystan í 20 stig áður en heimamenn náðu eitthvað að bíta frá sér. EC Matthews skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að það munaði aðeins tólf stigum þá, staðan 45-33 fyrir Keflavík. Seinni hálfleikur þróaðist ekki ósvipað og sá fyrri. Grindvíkingar minnkuðu muninn í 8 stig en síðan ekki söguna meir. Keflvíkingar áttu alltaf svar við aðgerðum heimamanna og leiddu með sautján stigum fyrir lokaleikhlutann. Þar náðu heimamenn engu alvöru áhlaupi. Keflvíkingar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn og fögnuðu vel í lokin. Lokatölur 90-76. Af hverju vann Keflavík? Byrjun Keflavík hjálapði þeim mikið en í heildina var frammistaða þeirra einfaldlega mun betri en Grindvíkinga. Keflvíkingar spiluðu skynsamlega, lokuðu á helstu vopn Grindvíkinga í sókninni og náðu svo alltaf í stig þegar á þurfti að halda. Undir öruggri stjórn Harðar Axels Vilhjálmssonar mallaði Keflavíkurvélin án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi uppá á meðan Grindvíkingar fundu aldrei taktinn nema í örstuttan tíma í einu. Þessir stóðu upp úr: Jaka Brodnik var frábær í fyrri hálfleik og setti fyrstu sex skotin sín niður. Hann var stigahæstur með 20 stig og tók þar að auki 8 fráköst. Hörður Axel stýrði liðinu frábærlega, spilaði góða vörn og hitti vel. Þá átti Halldór Garðar Hermannsson góða innkomu af bekknum og CJ Burks skoraði mikilvæg stig. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti. Ivan Aurrecoechea skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. EC Matthews skoraði einnig 19 stig og hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var margt sem gekk illa. Þeir náðu aldrei sínum takti, hittu illa og töpuðu boltanum klaufalega. Það var andleysi yfir Grindvíkingum í kvöld og það var ekki góð stemmning yfir liðinu í kvöld. Hvað gerist næst? Grindvíkingar leik gegn Þór frá Þorlákshöfn þann 27.desember. Þórsarar eru sjóðandi heitir um þessar mundir og Grindvíkingar þurfa að bæta sinn leik verulega ef ekki á að fara illa þar. Keflavík á framundan stórleik gegn Njarðvík 29.desember. Það verður mjög áhugaverður slagur sem allra augu verða á. Daníel Guðni: Er ekki alltaf krísa þegar maður tapar leikjum? Daníel Guðni var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld.Vísir / Bára Dröfn Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki sáttur eftir tapið í kvöld enda töluvert sem vantaði uppá hjá hans mönnum. „Frammistaðan var mjög léleg, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Daníel við Vísi að leik loknum. „Við gerðum tilraun til að koma til baka en þeir stjórna leiknum vel og eru yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum. Þeir settu okkur í holu í fyrsta leikhluta og við vorum að elta allan leikinn. Maður vinnur ekki gegn Keflavík ef maður þarf að elta frá annari mínútu.“ „Minir menn voru litlir í sér þegar það kom mótlæti og þetta var bara slappt.“ Grindvíkingar hafa nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í Subway deildinni. Er einhver krísa í Grindavík? „Er ekki alltaf krísa þegar maður tapar leikjum og maður er besti þjálfarinn þegar maður vinnur? Við vorum flottir í byrjun en erum að lenda í erfiðleikum núna. Ég upplifi að við séum ekki nægilega skilvirkir inni í teig,“ sagði Daníel Guðni og ræddi svo misræmi í dómgæslu í leiknum. „Við fáum 0 víti í fyrri hálfleik. Það er okkar leikur að fara inn í teig, reyna að skora þar og opna þá meira fyrir utan. Það gerist hvorugt.“ „Svo fáum við allt í einu 16 víti í seinni hálfleik, mér fannst áherslur okkar ekkert breytast hvað varðar það að fara í teiginn. Þetta var sérstakt.“ Grindvíkingar eru að spila sína leiki á sjö mönnum og eflaust einhverjir sem velta því fyrir sér hvort það standi til að bæta leikmanni í hópinn. „Það væri voðalega þægilegt ef við myndum finna einhvern til að bæta í framherjastöðuna, þá erum við þokkalegir.“ „En það gildir einu hvort við erum sjö, átta eða niú ef menn mæta svona til leiks, láta undan og eru litlir í sér. Þá er þetta erfitt.“ Hjalti Þór: Erum að leita, gengur ekki sérstaklega vel Hjalti Þór Vilhjálmsson og lærisveinar hans í Keflavík sóttu sigur til Grindavíkur í kvöld.Vísir / Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sína menn í kvöld þegar þeir lögðu Grindavík á útivelli. „Mér fannst við þrælflottir og þéttir. Það komu kaflar þar sem við misstum einbeitingu, sérstaklega varnarlega þegar þeir settu nokkur stig í röð, en að öðru leyti vorum við mjög góðir.“ Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru með hann í hendi sér allan tímann eftir það. „Ég er með mjög skynsama leikmenn sem kunna að ná í svona sigra. Þegar lið eru að koma til baka þá vita þeir hverju við erum að leita að og það skiptir máli í svona leikjum.“ Hinn öflugi leikmaður David Okeke meiddist á dögunum og þurftu Keflvíkingar því að finna lausnir við hans fjarveru. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því að hann datt út, fyrir einn leik í viku er það í lagi. Þá getum við látið Dom (Dominykas Milka) spila aðeins meira og Almar (Guðbrandsson) gerir frábærlega í dag." „Þegar þetta er komið í þéttara prógramm þá er erfitt að missa hann út.“ Hann sagði að það væri byrjað að leita að arftaka Okeke sem verður frá út tímabilið. „Við erum að leita en það gengur ekkert sérstaklega vel því það er ekki mikið í boði. Vonandi finnum við gott púsl í liðið.“ Á milli jóla og nýárs er stórleikur Keflavíkur og Njarðvíkur og sagðist Hjalti hlakka til þess leiks. „Ég er búinn að hlakka til þess í allan vetur að spila við Njarðvík, þetta verður slagur og bara virkilega gaman.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. 17. desember 2021 22:23
Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri, 90-76, gegn Grindavík í síðasta leik deildarinnar fyrir jól. Keflvíkingar gáfu tóninn strax í upphafi og náðu 11-2 forystu í fyrsta leikhluta. Jaka Brodnik fór fyrir heimamönnum og skoraði mikið í byrjun. Lítið gekk upp hjá Grindvíkingum í sóknarleiknum sem var stirður og hægur. Gestirnir náðu mest sextán stiga forskoti í leikhlutanum og Grindvíkingar ekki mættir til leiks. Í öðrum leikhluta fór forystan í 20 stig áður en heimamenn náðu eitthvað að bíta frá sér. EC Matthews skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að það munaði aðeins tólf stigum þá, staðan 45-33 fyrir Keflavík. Seinni hálfleikur þróaðist ekki ósvipað og sá fyrri. Grindvíkingar minnkuðu muninn í 8 stig en síðan ekki söguna meir. Keflvíkingar áttu alltaf svar við aðgerðum heimamanna og leiddu með sautján stigum fyrir lokaleikhlutann. Þar náðu heimamenn engu alvöru áhlaupi. Keflvíkingar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn og fögnuðu vel í lokin. Lokatölur 90-76. Af hverju vann Keflavík? Byrjun Keflavík hjálapði þeim mikið en í heildina var frammistaða þeirra einfaldlega mun betri en Grindvíkinga. Keflvíkingar spiluðu skynsamlega, lokuðu á helstu vopn Grindvíkinga í sókninni og náðu svo alltaf í stig þegar á þurfti að halda. Undir öruggri stjórn Harðar Axels Vilhjálmssonar mallaði Keflavíkurvélin án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi uppá á meðan Grindvíkingar fundu aldrei taktinn nema í örstuttan tíma í einu. Þessir stóðu upp úr: Jaka Brodnik var frábær í fyrri hálfleik og setti fyrstu sex skotin sín niður. Hann var stigahæstur með 20 stig og tók þar að auki 8 fráköst. Hörður Axel stýrði liðinu frábærlega, spilaði góða vörn og hitti vel. Þá átti Halldór Garðar Hermannsson góða innkomu af bekknum og CJ Burks skoraði mikilvæg stig. Hjá Grindavík var fátt um fína drætti. Ivan Aurrecoechea skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. EC Matthews skoraði einnig 19 stig og hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Hjá Grindavík var margt sem gekk illa. Þeir náðu aldrei sínum takti, hittu illa og töpuðu boltanum klaufalega. Það var andleysi yfir Grindvíkingum í kvöld og það var ekki góð stemmning yfir liðinu í kvöld. Hvað gerist næst? Grindvíkingar leik gegn Þór frá Þorlákshöfn þann 27.desember. Þórsarar eru sjóðandi heitir um þessar mundir og Grindvíkingar þurfa að bæta sinn leik verulega ef ekki á að fara illa þar. Keflavík á framundan stórleik gegn Njarðvík 29.desember. Það verður mjög áhugaverður slagur sem allra augu verða á. Daníel Guðni: Er ekki alltaf krísa þegar maður tapar leikjum? Daníel Guðni var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld.Vísir / Bára Dröfn Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki sáttur eftir tapið í kvöld enda töluvert sem vantaði uppá hjá hans mönnum. „Frammistaðan var mjög léleg, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Daníel við Vísi að leik loknum. „Við gerðum tilraun til að koma til baka en þeir stjórna leiknum vel og eru yfirvegaðir í öllum sínum aðgerðum. Þeir settu okkur í holu í fyrsta leikhluta og við vorum að elta allan leikinn. Maður vinnur ekki gegn Keflavík ef maður þarf að elta frá annari mínútu.“ „Minir menn voru litlir í sér þegar það kom mótlæti og þetta var bara slappt.“ Grindvíkingar hafa nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í Subway deildinni. Er einhver krísa í Grindavík? „Er ekki alltaf krísa þegar maður tapar leikjum og maður er besti þjálfarinn þegar maður vinnur? Við vorum flottir í byrjun en erum að lenda í erfiðleikum núna. Ég upplifi að við séum ekki nægilega skilvirkir inni í teig,“ sagði Daníel Guðni og ræddi svo misræmi í dómgæslu í leiknum. „Við fáum 0 víti í fyrri hálfleik. Það er okkar leikur að fara inn í teig, reyna að skora þar og opna þá meira fyrir utan. Það gerist hvorugt.“ „Svo fáum við allt í einu 16 víti í seinni hálfleik, mér fannst áherslur okkar ekkert breytast hvað varðar það að fara í teiginn. Þetta var sérstakt.“ Grindvíkingar eru að spila sína leiki á sjö mönnum og eflaust einhverjir sem velta því fyrir sér hvort það standi til að bæta leikmanni í hópinn. „Það væri voðalega þægilegt ef við myndum finna einhvern til að bæta í framherjastöðuna, þá erum við þokkalegir.“ „En það gildir einu hvort við erum sjö, átta eða niú ef menn mæta svona til leiks, láta undan og eru litlir í sér. Þá er þetta erfitt.“ Hjalti Þór: Erum að leita, gengur ekki sérstaklega vel Hjalti Þór Vilhjálmsson og lærisveinar hans í Keflavík sóttu sigur til Grindavíkur í kvöld.Vísir / Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sína menn í kvöld þegar þeir lögðu Grindavík á útivelli. „Mér fannst við þrælflottir og þéttir. Það komu kaflar þar sem við misstum einbeitingu, sérstaklega varnarlega þegar þeir settu nokkur stig í röð, en að öðru leyti vorum við mjög góðir.“ Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru með hann í hendi sér allan tímann eftir það. „Ég er með mjög skynsama leikmenn sem kunna að ná í svona sigra. Þegar lið eru að koma til baka þá vita þeir hverju við erum að leita að og það skiptir máli í svona leikjum.“ Hinn öflugi leikmaður David Okeke meiddist á dögunum og þurftu Keflvíkingar því að finna lausnir við hans fjarveru. „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því að hann datt út, fyrir einn leik í viku er það í lagi. Þá getum við látið Dom (Dominykas Milka) spila aðeins meira og Almar (Guðbrandsson) gerir frábærlega í dag." „Þegar þetta er komið í þéttara prógramm þá er erfitt að missa hann út.“ Hann sagði að það væri byrjað að leita að arftaka Okeke sem verður frá út tímabilið. „Við erum að leita en það gengur ekkert sérstaklega vel því það er ekki mikið í boði. Vonandi finnum við gott púsl í liðið.“ Á milli jóla og nýárs er stórleikur Keflavíkur og Njarðvíkur og sagðist Hjalti hlakka til þess leiks. „Ég er búinn að hlakka til þess í allan vetur að spila við Njarðvík, þetta verður slagur og bara virkilega gaman.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. 17. desember 2021 22:23
Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. 17. desember 2021 22:23
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum