Chelsea að heltast úr lestinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. desember 2021 21:41 Chelsea tapaði dýrmætum stigum í kvöld. Rob Newell - CameraSport via Getty Images Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City. Leikmenn Chelsea héldu boltanum vel í upphafi leiks og gestirnir í Everton fengu varla að snerta boltann í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst heimamönnum þó ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleiksflautið og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik. Heimamenn héldu boltanum vel og leikmenn Everton þurftu að elta. Það skilaði sér loksins á 70. mínútu þegar Reece James fann Mason Mount með góðri stungusendingu og sá síðarnefndi kom boltanum loksins yfir marklínuna fyrir heimamenn. Forystan var þó ekki langlíf því aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Jarrad Branthwaite metin fyrir gestina eftir fyirgjöf frá Anthony Gordon. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Chelsea situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City. Everton hefur verið í basli á tímabilinu og situr í 14. sæti með 19 stig. Enski boltinn
Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City. Leikmenn Chelsea héldu boltanum vel í upphafi leiks og gestirnir í Everton fengu varla að snerta boltann í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst heimamönnum þó ekki að koma boltanum í netið fyrir hálfleiksflautið og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik. Heimamenn héldu boltanum vel og leikmenn Everton þurftu að elta. Það skilaði sér loksins á 70. mínútu þegar Reece James fann Mason Mount með góðri stungusendingu og sá síðarnefndi kom boltanum loksins yfir marklínuna fyrir heimamenn. Forystan var þó ekki langlíf því aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Jarrad Branthwaite metin fyrir gestina eftir fyirgjöf frá Anthony Gordon. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Chelsea situr nú í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City. Everton hefur verið í basli á tímabilinu og situr í 14. sæti með 19 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti