Englandsmeistararnir léku sér að Leeds | Aston Villa hafði betur gegn gamla stjóranum 14. desember 2021 22:00 Jack Grealish skoraði eitt af sjö mörkum City í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu sinn sjöunda deildarleik í röð með 7-0 sigri gegn Leeds er liðin mættust á Ethiad leikvanginum í Manchester í kvöld. Phil Foden kom City yfir strax á áttundu mínútu og fimm mínútum seinna var staðan orðin 2-0 eftir að landi hans, Jack Grealish, kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Riyad Mahrez. Kevin De Bruyne bætti svo þriðja marki heimamanna við eftir rúmlega hálftíma leik og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Riyad Mahrez kom City svo í 4-0 á 49. mínútu, áður en Phil Foden hélt að hann hefði skorað fimmta mark heimamanna á 61. mínútu. Foden var hins vegar dæmdur rangstæður, en það ko ekki að sök því Kevin De Bruyne kom heimamönnum í 5-0 strax í næstu sókn. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka átti Fernandinho fyrirgjöf sem Aymeric Laporte skallaði að marki. Illan Meslier varði í marki Leeds, en sló boltann fyrir fætur John Stones sem skaut að marki, en aftur varði Meslier. Boltinn féll þó aftur fyrir John Stones sem nýtti færið í þetta skipti og staðan orðin 6-0. Nathan Ake gulltryggði svo 7-0 sigur Manchester City þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka þegar hann skallaði hornspyrnu Phil Foden í netið. Manchester City er nú með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 41 stig eftir 17 leiki, en Liverpool sem situr í öðru sæti á þó leik til góða. Leeds situr hins vegar í 16. sæti með jafn mörg stig og gæti farið að nálgast fallsvæðið ef jákvæð úrslit fara ekki að detta inn. FULL TIME | Seventh heaven! 🙌🔵 7-0 ⚪️ #ManCity pic.twitter.com/2DWb0ICXJC— Manchester City (@ManCity) December 14, 2021 Þá vann Aston Villa góðan 0-2 útisigur gegn botnliði Norwich í hinum leik kvöldsins. Dean Smith, þjálfari Norwich var þarna að mæta sínu gamla félagi og hefði ef til vill viljað ná í betri úrslit. Jacob Ramsey og Ollie Watkins sáu um markaskorunina fyrir Aston Villa sem situr nú í níunda sæti deildarinnar með 22 stig, en Norwich er sem fyrr segir á botninum með tíu stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu sinn sjöunda deildarleik í röð með 7-0 sigri gegn Leeds er liðin mættust á Ethiad leikvanginum í Manchester í kvöld. Phil Foden kom City yfir strax á áttundu mínútu og fimm mínútum seinna var staðan orðin 2-0 eftir að landi hans, Jack Grealish, kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Riyad Mahrez. Kevin De Bruyne bætti svo þriðja marki heimamanna við eftir rúmlega hálftíma leik og staðan því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks. Riyad Mahrez kom City svo í 4-0 á 49. mínútu, áður en Phil Foden hélt að hann hefði skorað fimmta mark heimamanna á 61. mínútu. Foden var hins vegar dæmdur rangstæður, en það ko ekki að sök því Kevin De Bruyne kom heimamönnum í 5-0 strax í næstu sókn. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka átti Fernandinho fyrirgjöf sem Aymeric Laporte skallaði að marki. Illan Meslier varði í marki Leeds, en sló boltann fyrir fætur John Stones sem skaut að marki, en aftur varði Meslier. Boltinn féll þó aftur fyrir John Stones sem nýtti færið í þetta skipti og staðan orðin 6-0. Nathan Ake gulltryggði svo 7-0 sigur Manchester City þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka þegar hann skallaði hornspyrnu Phil Foden í netið. Manchester City er nú með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 41 stig eftir 17 leiki, en Liverpool sem situr í öðru sæti á þó leik til góða. Leeds situr hins vegar í 16. sæti með jafn mörg stig og gæti farið að nálgast fallsvæðið ef jákvæð úrslit fara ekki að detta inn. FULL TIME | Seventh heaven! 🙌🔵 7-0 ⚪️ #ManCity pic.twitter.com/2DWb0ICXJC— Manchester City (@ManCity) December 14, 2021 Þá vann Aston Villa góðan 0-2 útisigur gegn botnliði Norwich í hinum leik kvöldsins. Dean Smith, þjálfari Norwich var þarna að mæta sínu gamla félagi og hefði ef til vill viljað ná í betri úrslit. Jacob Ramsey og Ollie Watkins sáu um markaskorunina fyrir Aston Villa sem situr nú í níunda sæti deildarinnar með 22 stig, en Norwich er sem fyrr segir á botninum með tíu stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti