Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2021 07:30 Stephen Curry skýst framhjá Kelan Martin í leiknum í Indianapolis í nótt. AP/Doug McSchooler Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Curry setti niður fimm þrista úr alls fimmtán tilraunum í 102-100 sigri Golden State Warriors á Indiana Pacers. Þar með hefur hann skorað 2.971 þriggja stiga körfu á ferlinum en enn vantar tvo þrista til að jafna met Allens. Áhorfendur í Indianapolis voru greinilega mættir til þess að verða vitni að sögulegum viðburði. Þeir létu vel í sér heyra í hvert sinn sem Curry nálgaðist metið en tóku andköf í þau skipti þegar hann ákvað að keyra frekar að körfunni. 26 points, 5 triples and some CLUTCH buckets for @StephenCurry30...he enters tomorrow night just 2 threes away from the all-time record! #CurryWatch continues with Warriors/Knicks tomorrow at 7:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/3EuW0sqml7— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðasti þristur Currys í nótt minnkaði muninn í 100-98 og hann jafnaði svo metin þegar 48,5 sekúndur voru eftir, eftir að hafa ákveðið að leita að sniðskoti í stað þrists. Síðasta þriggja stiga tilraun Currys geigaði en Kevon Looney var á tánum og skilaði boltanum í körfuna. KEVON LOONEY FOR THE LEAD!@warriors 102@Pacers 10013.4 left on @NBATV...Pacers ball: https://t.co/rTTQ9EtLON pic.twitter.com/nYOfkX18Fj— NBA (@NBA) December 14, 2021 Síðustu 90 sekúndur leiksins stóðu allir áhorfendur í húsinu en allir urðu að lokum að sætta sig við að metið stæði í sólarhring í viðbót. Curry endaði með 26 stig. „Ég nýt augnabliksins, að vera mættur á þröskuldinn. Þetta er ansi óraunverulegt,“ sagði Curry og bætti við: „Maður heldur samt bara áfram að spila körfubolta, tekur skotin sem maður heldur að fari niður og nýtur þess sem er að gerast.“ Tatum með 42 stiga leik Í Boston fögnuðu heimamenn 117-103 sigri gegn Milwaukee Bucks þar sem Jayson Tatum átti sviðið. Hann skoraði alls 42 stig í leiknum, þar af 16 í lokafjórðungnum. Season-high 42 points for @jaytatum0 in the @celtics win.Absolutely dialed in pic.twitter.com/6YMiAA3jhD— NBA (@NBA) December 14, 2021 Jaylen Brown sneri aftur í lið Boston eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla og hann skoraði 19 stig. Giannis Antetokounmpo og Jrue Holiday skoruðu 20 stig hvor fyrir Milwaukee en það dugði skammt gegn Boston sem snúið hafði heim eftir einn sigur í fimm leikja törn á vesturströndinni. Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 105-94 Miami Indiana 100-102 Golden State Toronto 124-101 Sacramento Atlanta 126-132 Houston Boston 117-103 Milwaukee Memphis 126-91 Philadelphia Dallas 120-96 Charlotte Denver 113-107 Washington LA Clippers 111-95 Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira