Bakslag hjá Zion: Spilar ekki fyrr en á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 23:30 Zion í einum af þeim fáum leikjum þar sem hann hefur verið heill heilsu. vísir/Getty Það verður seint sagt að NBA-ferill Zion Williamson hafi verið dans á rósum til þessa. Frá því New Orleans Pelicans valdi Zion í nýliðavali deildarinnar árið 2019 hefur hann verið meira og minna meiddur. Hann mun ekki spila aftur fyrr en á næsta ári. Zion var einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann var enn í háskóla og mikil spenna ríkti í kringum komu hans í NBA-deildina. Meiðsli í október 2019 þýddu að hann spilaði ekki sinn fyrsta leik í deildinni fyrr en í janúar árið eftir. Alls spilaði hann aðeins 24 leiki það tímabilið. Á síðasta tímabili spilaði hann alls 61 leik en eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á hægri fæti síðasta sumar fór hann í aðgerð og hefur því ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Eftir að hafa farið í myndatöku nýverið varð ljóst að það er enn töluvert í að Zion snúi aftur á völlinn þar sem meiðslin eru ekki að gróa jafn hratt og búist var við. Pelicans verða því án miðherjans öfluga eitthvað fram á nýja árið. Zion Williamson missed the first 28 games of his rookie season after undergoing knee surgery and is now on a course to surpass that figure by some distance in Year 3 after missing the first 28 games this season following foot surgery.More NBA from me: https://t.co/A6ycVmnrjq https://t.co/cwY6PGkVZX— Marc Stein (@TheSteinLine) December 11, 2021 Mögulega er Zion ekki æstur í að snúa aftur þar sem Pelicans hefur að engu að keppa. Liðið hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum og vermir botnsæti Vesturdeildarinnar sem stendur. Einu lið NBA-deildarinnar með verri árangur eru Detroit Pistons og Orlandi Magic, þau leika bæði í Austurdeildinni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Zion var einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann var enn í háskóla og mikil spenna ríkti í kringum komu hans í NBA-deildina. Meiðsli í október 2019 þýddu að hann spilaði ekki sinn fyrsta leik í deildinni fyrr en í janúar árið eftir. Alls spilaði hann aðeins 24 leiki það tímabilið. Á síðasta tímabili spilaði hann alls 61 leik en eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á hægri fæti síðasta sumar fór hann í aðgerð og hefur því ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Eftir að hafa farið í myndatöku nýverið varð ljóst að það er enn töluvert í að Zion snúi aftur á völlinn þar sem meiðslin eru ekki að gróa jafn hratt og búist var við. Pelicans verða því án miðherjans öfluga eitthvað fram á nýja árið. Zion Williamson missed the first 28 games of his rookie season after undergoing knee surgery and is now on a course to surpass that figure by some distance in Year 3 after missing the first 28 games this season following foot surgery.More NBA from me: https://t.co/A6ycVmnrjq https://t.co/cwY6PGkVZX— Marc Stein (@TheSteinLine) December 11, 2021 Mögulega er Zion ekki æstur í að snúa aftur þar sem Pelicans hefur að engu að keppa. Liðið hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum og vermir botnsæti Vesturdeildarinnar sem stendur. Einu lið NBA-deildarinnar með verri árangur eru Detroit Pistons og Orlandi Magic, þau leika bæði í Austurdeildinni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira