Norskur rappari reiður eftir að Alfons og félagar fögnuðu titlinum Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 10:30 Joddski birti meðal annars þessa mynd úr stúkunni á lokaleik Bodö/Glimt þar sem liðið tryggði sér meistaratitilinn. Alfons Sampsted, félagar hans í Bodö/Glimt og stuðningsmenn liðsins fögnuðu í gær meistaratitli annað árið í röð í norska fótboltanum. Ekki voru allir hrifnir af fagnaðarlátunum. Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski. Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski.
Norski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira