Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 23:31 Körfboltadómarinn Kristinn Óskarsson fór yfir mismunandi flokka af óíþróttamannslegum villum með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum. Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Liðurinn hófst reyndar á ansi léttum nótum þegar Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, kynnti inn Samma klippara sem söng líka svona fallega fyrir fólkið heima í stofu. Strákarnir færðu sig svo yfir í alvarlegri hluti og Kristinn fræddi sérfræðingana, sem og fólkið sem heima sat, um fimm mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum í körfubolta. „Við skiptum þessu í fimm flokka og köllum þetta C1 upp í C5,“ sagði Kristinn. „Í C1 er engin raunveruleg tilraun til að leika knettinum, og ég segi raunveruleg, það er ekki nóg að þykjast. Þetta verður að vera raunveruleg tilraun til að leika knettinum. Ef það er bara farið í líkamann í þeim eina tilgangi að stöðva leikmanninn þá köllum við það C1.“ „C2, þá gæti leikmaðurinn raunverulega verið að reyna að leika knettinum, eða leika á svona hefðbundinn hátt, en er óheppinn og veldur harðri snertingu sem getur verið jafnvel hættuleg. Þá kann að vera mögulega dæmd óíþróttamannsleg villa í flokki C2.“ „C3 er síðan svona tískuvilla núna sem er lang algengast að það sé verið að stöðva hraðaupphlaup með ónauðsynlegum aðferðum. Ólögleg, ónauðsynleg snerting í þeim eina tilgangi að stöðva hraðaupphlaup.“ „C4 er svo þegar það er greið leið upp að körfunni og það er brotið frá hlið eða aftan frá. Þetta er búið að vera svona í sirka tíu ár og þetta kunna allir þannig að þetta er eiginlega bara að hverfa úr leiknum. Þetta er bara góð regla, vel skrifuð og er eiginlega horfin úr leiknum.“ „Síðasta, C5 er sem sagt þegar það er komið í síðustu tvær mínúturnar í leiknum og það er verið að taka innkast og liðið sem vill ekki að klukkan fari í gang, það fer að brjóta áður en boltinn fer í leik. Ef að það gerist á seinustu tveim mínútunum í fjórða leikhluta eða í framlengingu þá er dæmd óíþróttamannsleg villa. Það er það sama með þetta, mjög skýr texti, mjög dýrar afleiðingar, og þetta er eiginlega bara úr sögunni úr leiknum.“ Strákarnir eyddu svo dágóðum tíma í að skoða atvik ú Subway-deildunum þar sem að reglunum um óíþróttamannslegar villur var framfylgt og tóku fyrir hvern flokk fyrir sig. Umræðuna í heild sinni, sem og atvikin sem strákarnir fóru yfir og ræddu í þaula, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Kristins Óskarsson fer yfir óíþróttamannslegar villur
Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum