„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 20:27 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis. Bára Dröfn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. „Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Fjölnir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Fjölnir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira