„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 12:44 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu.
Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira