„Ég hef ekki gefið kost á mér áður fram að þessu út af mismunandi ástæðum undanfarna glugga, en af hverju hann hafði ekki samband núna ætla ég ekki að giska á,“ sagði Sigurður í viðtali við Vísi.
Craig hafði ekki samband við Sigurð fyrir síðasta landsliðsglugga til þess að athuga hvort hann væri tilbúin að vera með í því verkefni.
„Ég bara ekki valinn. Ég hafði ekki möguleika um að gefa kost á mér eða ekki.“
Sigurður er með 12,8 stig, 7,3 fráköst og 1,5 stoðsendingar að meðaltali á leik á þessu tímabili í Subway-deildinni. Af þeim íslensku leikmönnum sem hafa spilað átta leiki eða fleiri er hann í topp fimm yfir framlagshæstu leikmönnum deildarinnar með 18,25 framlagspunkta.
Sigurður segir að hann sé tilbúinn í slaginn, ef kallið kemur.
„Já ég hefði gefið kost á mér,“ svaraði Sigurður, aðspurður út í það hvort hann hefði verið með í síðasta landsliðsglugga ef krafta hans væri óskað.
Hann vill þó árétta að samband hans og Craig Pedersen er ekki slæmt og segist vera tilbúinn í næstu verkefni, ef kallið kemur.
„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig. Ef kallið kemur þá svara ég því,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson.