Bragi Páll og Guðmundur Andri í hár saman vegna „dráps“ á Arnaldi Indriðasyni Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2021 14:07 Unnendur góðra bóka þurfa ekki að kvarta undan því að um útgáfuna ríki lognmolla. Guðmundur Andri telur það bragð hjá Braga Páli, að drepa Arnald Indriðason, síðasta sort. En rithöfundurinn er ekki tilbúinn í það að láta alþingismanninn fyrrverandi, rithöfundinn og ritstjórann sleppa með þá skoðun óútskýrða. vísir/vilhelm Bragi Páll, sem nýverið sendi frá sér bókina „Arnaldur Indriðason deyr“, hefur efnt til hálfgildings ritdeilu um bók sína við Guðmund Andra Thorsson rithöfund og ritstjóra á Forlaginu. En bókina hefur Guðmundur Andri ekki lesið og ætlar sér ekki að gera. Sjaldan eða aldrei hefur ein jólabókavertíð verið eins fjörleg, ef svo má að orði komast í því sem snýr um harðar deilur um nýútkomnar bækur. Hæst ber deilu þeirra Bergsveins Birgissonar rithöfundar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sá fyrrnefndi sakar um ritstuld. Nokkuð sem Ásgeir hafnar alfarið. Hermann Stefánsson rithöfundur hnýtir í Guðna Elísson prófessor í grein á Vísi. Og nú hefur sprottið upp ritdeila á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Stefán veltir því upp að Bragi Páll drepi Arnald í skáldsögu sinni en þetta sé þó ekki nýtt. Því Valur Gunnarsson „drap t.d. bæði Vilhjálm frá Skáholti, Stein Steinarr og Þórberg Þórðarson ef ég man rétt fyrir fáeinum árum,“ segir Stefán og kallar eftir fleiri dæmum. Guðmundur Andri leggur orð í belg, telur það í góðu lagi hjá Val, það þjóni sögunni, sem er reyndar ansi snjöll. „En þetta með Arnald finnst mér alveg síðasta sort.“ Bragi Páll er ekki aldeilis á því að láta Guðmund Andra, sem er starfsmaður Forlagsins sem gefur Arnald út, sleppa með það og krefst svara. Hann spyr hvort Guðmundur Andri hafi lesið bók sína og af hverju drápið á Arnaldi þjóni ekki sögunni: „Hvað áttu við?“ Að drepa dauðan mann eða lifandi Guðmundur Andri segir að sér þyki þetta að „leika sér að hugmynd um að drepa raunverulegan lifandi mann af holdi og blóði bara eitthvað svo hrikalegt. Mér ofbýður það. Allt öðru máli gegnir um gengna menn.“ Arnaldur Indriðason rithöfundur er óvænt og blásaklaus orðinn að þrætuepli í ritdeilu. Bragi Páll, sem sent hefur frá sér bók sem ber titilinn Arnaldur Indriðason deyr, heldur því fram að hann sé ómeiddur en Guðmundur Andri telur það síðustu sort að stilla honum upp með þessum hætti.Vísir/Vilhelm Hafi Guðmundur Andri talið sig sloppinn með þetta skjöplast honum hrapalega því afstaða hans fer ekki vel í hinn ákafa Braga Pál. Honum þykir þetta skjóta skökku við, að hafa ekki lesið bókina en telja engu að síður dráp Vals á nafngreindum mönnum þjóna sinni sögu en ekki hjá sér, í bók sem Guðmundur Andri hefur ekki lesið: „Og hversvegna ofbýður þér? Hlaut Arnaldur einhvern skaða af því að vera persóna í verki mínu? Er hann sýndur á ósæmilegan hátt í bókinni? Hver er munurinn á því að drepa lifandi mann og dauðan í skáldskap? Hversvegna gegnir öðru máli um gengna menn, sem geta ekki einusinni borið hönd fyrir höfuð sér?“ Bábiljan, nýr bókmenntaþáttur Bragi Páll biður Guðmund Andra, og ef til vill aðra viðstadda, afsökunar á spurningarflóði sínu. „Ég er bara að velta því fyrir mér á hvaða vegferð þú ert að lýsa því yfir að skáldsaga mín sé síðasta sort, án þess að hafa lesið hana, með vísan í persónulegar tilfinningar þínar að viðfangsefnið sé hrikalegt og viðkvæmum sálum ofbjóðandi.“ Brot úr bók Braga Páls. Víst er að lýsingarnar þar eru ekki fyrir viðkvæma. Guðmundur Andri segist ekki á neinni vegferð. Hinum finnst þetta bara asnalegt. „Þú hefur alveg listrænt frelsi til að drepa nafngreindan mann í bók. Ég hef alveg ólistrænt frelsi til að þykja lítið til um þá hugmynd.“ Nú fara að æsast leikar. Bragi Páll er ófáanlegur til að sleppa Guðmundi Andra með þetta. Segir að það sé ýmislegt sem sumum finnst asnalegt og öðrum ekki. Honum þyki til að mynda asnalegt að rithöfundar tjái sig opinberlega um bækur sem þeir hafa ekki lesið. Og hann ítrekar spurningar sínar. „Þú gætir kannski stjórnað nýjum bókmenntaþætti til höfuðs Kiljunni: „Bábiljan - Það sem Guðmundi Andra finnst um bækur sem hann hefur ekki lesið.“ Hefur enga hrifniskyldu á þessu drápi Ljóst er að Bragi Páll telur illa að sér vegið. En þrátt fyrir sneiðina um Bábiljuna svarar Guðmundur Andri og nú með pistli: „Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni, hvorki að lesa hana né að vera hrifinn af þeirri hugmynd að láta höfund sem vegnað hefur illa drepa höfund sem vegnað hefur vel - hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar? En ég skal svara spurningum þínum. Já, það er í mínum huga grundvallarmunur að leika sér með sögu - og jafnvel endalok - persónu sem hefur lifað og lokið lífi sínu, og svo hinu að taka beinlínis af lífi persónu sem gengur um á meðal okkar enn. Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi. Eða öllu heldur: þegar þú gerir það, þá hvílir ekki á mér, sem manni úti í bæ, nein hrifniskylda á því tiltæki. Ég þarf ekkert að færa nein sérstök rök fyrir því að þykja lítið til um slíka hugmynd: við erum ekki í réttarsal eða við doktorsvörn. Ég er bara að tjá mig hérna á síðu Stefáns Pálssonar, sem ég er viss um að fer bráðum að biðja okkur að fara eitthvað annað og þrasa þar.“ Bragi Páll segir þá að þetta sé sem sig grunaði: „Þú sást tækifæri til þess að setja þig á háan hest og gerast siðapostuli í einhverri skrítinni krossferð fyrir því að aðeins megi drepa (og helst fjalla um) þegar látið fólk í skáldverkum.“ Arnaldur algjörlega ómeiddur Og hann heldur áfram: „Allt í lagi þá. Ég leyfi mér að vitna í Bergsvein Birgisson: „Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku.“ GAT: „Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni...“ Enda hef ég aldrei ætlast til neins af þér. Ég hef bara sjálfur þá reglu að opna ekki á mér munninn opinberlega og bauna út skoðunum nema ég geti varið þær. Augljóst að ekki allir eru með sömu reglu. GAT: „…hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar?“ Og þessari niðurstöðu kemst þú að, semsagt að hugmyndir mínar séu óáhugaverðari en aðrar, með því einu að lesa titla bókanna? Ég bendi aftur á hugmynd mína um bókarýnis-sjónvarpsþátt með þér í aðalhlutverki. Þú gætir skipt þessu í tvennt, annarsvegar dæmt bækur út frá titlum og hinsvegar kápunum, skilst að það sé þekkt leið til þess að ákvarða gæði verka. GAT: „Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi.“ Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að Arnaldur slasaðist ekki við gerð bókarinnar? Hann er algjörlega ómeiddur. Ég hef akkúrat ekkert „vald yfir [...] lífi“ hans og sama hversu oft ég myndi drepa hann í skáldsögum þá kemur það ekki niður á líkamlegri heilsu hans. Fólk segir að penninn sé máttugra en sveðrið en ég held að þú sért kannski að fara með þá pælingu aðeins of langt. Að öllu því sögðu þá þakka ég þér kærlega fyrir þessi skoðanaskipti og óska þér, í fúlustu alvöru, gleðilegrar hátíðar.“ Unnendur íslenskra bókmennta geta því ekki kvartað undan því að ekki sé heitt í kolum í þessari jólabókavertíð. Og vilji menn fylgjast með er um að gera að taka til við lestur nýrra og umdeildra bóka. Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Bestu, verstu & umdeildustu bókatitlarnir: „Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á“ „Þurfa forlögin ekki að fara að ráða eitthvert skapandi fólk í titlasmíðina?“ spyr einn viðmælandi Vísis og dæsir: „Úti, Sigurverkið, Lok, lok og læs, Skollaleikur, Stórfiskur – í alvöru? Ef titlarnir segja eitthvað um ástand íslenskra bókmennta þá eru þær í slæmum málum. Þvílík hugmyndafátækt!“ 28. nóvember 2021 08:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur ein jólabókavertíð verið eins fjörleg, ef svo má að orði komast í því sem snýr um harðar deilur um nýútkomnar bækur. Hæst ber deilu þeirra Bergsveins Birgissonar rithöfundar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sá fyrrnefndi sakar um ritstuld. Nokkuð sem Ásgeir hafnar alfarið. Hermann Stefánsson rithöfundur hnýtir í Guðna Elísson prófessor í grein á Vísi. Og nú hefur sprottið upp ritdeila á Facebook-vegg Stefáns Pálssonar sagnfræðings. Stefán veltir því upp að Bragi Páll drepi Arnald í skáldsögu sinni en þetta sé þó ekki nýtt. Því Valur Gunnarsson „drap t.d. bæði Vilhjálm frá Skáholti, Stein Steinarr og Þórberg Þórðarson ef ég man rétt fyrir fáeinum árum,“ segir Stefán og kallar eftir fleiri dæmum. Guðmundur Andri leggur orð í belg, telur það í góðu lagi hjá Val, það þjóni sögunni, sem er reyndar ansi snjöll. „En þetta með Arnald finnst mér alveg síðasta sort.“ Bragi Páll er ekki aldeilis á því að láta Guðmund Andra, sem er starfsmaður Forlagsins sem gefur Arnald út, sleppa með það og krefst svara. Hann spyr hvort Guðmundur Andri hafi lesið bók sína og af hverju drápið á Arnaldi þjóni ekki sögunni: „Hvað áttu við?“ Að drepa dauðan mann eða lifandi Guðmundur Andri segir að sér þyki þetta að „leika sér að hugmynd um að drepa raunverulegan lifandi mann af holdi og blóði bara eitthvað svo hrikalegt. Mér ofbýður það. Allt öðru máli gegnir um gengna menn.“ Arnaldur Indriðason rithöfundur er óvænt og blásaklaus orðinn að þrætuepli í ritdeilu. Bragi Páll, sem sent hefur frá sér bók sem ber titilinn Arnaldur Indriðason deyr, heldur því fram að hann sé ómeiddur en Guðmundur Andri telur það síðustu sort að stilla honum upp með þessum hætti.Vísir/Vilhelm Hafi Guðmundur Andri talið sig sloppinn með þetta skjöplast honum hrapalega því afstaða hans fer ekki vel í hinn ákafa Braga Pál. Honum þykir þetta skjóta skökku við, að hafa ekki lesið bókina en telja engu að síður dráp Vals á nafngreindum mönnum þjóna sinni sögu en ekki hjá sér, í bók sem Guðmundur Andri hefur ekki lesið: „Og hversvegna ofbýður þér? Hlaut Arnaldur einhvern skaða af því að vera persóna í verki mínu? Er hann sýndur á ósæmilegan hátt í bókinni? Hver er munurinn á því að drepa lifandi mann og dauðan í skáldskap? Hversvegna gegnir öðru máli um gengna menn, sem geta ekki einusinni borið hönd fyrir höfuð sér?“ Bábiljan, nýr bókmenntaþáttur Bragi Páll biður Guðmund Andra, og ef til vill aðra viðstadda, afsökunar á spurningarflóði sínu. „Ég er bara að velta því fyrir mér á hvaða vegferð þú ert að lýsa því yfir að skáldsaga mín sé síðasta sort, án þess að hafa lesið hana, með vísan í persónulegar tilfinningar þínar að viðfangsefnið sé hrikalegt og viðkvæmum sálum ofbjóðandi.“ Brot úr bók Braga Páls. Víst er að lýsingarnar þar eru ekki fyrir viðkvæma. Guðmundur Andri segist ekki á neinni vegferð. Hinum finnst þetta bara asnalegt. „Þú hefur alveg listrænt frelsi til að drepa nafngreindan mann í bók. Ég hef alveg ólistrænt frelsi til að þykja lítið til um þá hugmynd.“ Nú fara að æsast leikar. Bragi Páll er ófáanlegur til að sleppa Guðmundi Andra með þetta. Segir að það sé ýmislegt sem sumum finnst asnalegt og öðrum ekki. Honum þyki til að mynda asnalegt að rithöfundar tjái sig opinberlega um bækur sem þeir hafa ekki lesið. Og hann ítrekar spurningar sínar. „Þú gætir kannski stjórnað nýjum bókmenntaþætti til höfuðs Kiljunni: „Bábiljan - Það sem Guðmundi Andra finnst um bækur sem hann hefur ekki lesið.“ Hefur enga hrifniskyldu á þessu drápi Ljóst er að Bragi Páll telur illa að sér vegið. En þrátt fyrir sneiðina um Bábiljuna svarar Guðmundur Andri og nú með pistli: „Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni, hvorki að lesa hana né að vera hrifinn af þeirri hugmynd að láta höfund sem vegnað hefur illa drepa höfund sem vegnað hefur vel - hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar? En ég skal svara spurningum þínum. Já, það er í mínum huga grundvallarmunur að leika sér með sögu - og jafnvel endalok - persónu sem hefur lifað og lokið lífi sínu, og svo hinu að taka beinlínis af lífi persónu sem gengur um á meðal okkar enn. Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi. Eða öllu heldur: þegar þú gerir það, þá hvílir ekki á mér, sem manni úti í bæ, nein hrifniskylda á því tiltæki. Ég þarf ekkert að færa nein sérstök rök fyrir því að þykja lítið til um slíka hugmynd: við erum ekki í réttarsal eða við doktorsvörn. Ég er bara að tjá mig hérna á síðu Stefáns Pálssonar, sem ég er viss um að fer bráðum að biðja okkur að fara eitthvað annað og þrasa þar.“ Bragi Páll segir þá að þetta sé sem sig grunaði: „Þú sást tækifæri til þess að setja þig á háan hest og gerast siðapostuli í einhverri skrítinni krossferð fyrir því að aðeins megi drepa (og helst fjalla um) þegar látið fólk í skáldverkum.“ Arnaldur algjörlega ómeiddur Og hann heldur áfram: „Allt í lagi þá. Ég leyfi mér að vitna í Bergsvein Birgisson: „Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku.“ GAT: „Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni...“ Enda hef ég aldrei ætlast til neins af þér. Ég hef bara sjálfur þá reglu að opna ekki á mér munninn opinberlega og bauna út skoðunum nema ég geti varið þær. Augljóst að ekki allir eru með sömu reglu. GAT: „…hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar?“ Og þessari niðurstöðu kemst þú að, semsagt að hugmyndir mínar séu óáhugaverðari en aðrar, með því einu að lesa titla bókanna? Ég bendi aftur á hugmynd mína um bókarýnis-sjónvarpsþátt með þér í aðalhlutverki. Þú gætir skipt þessu í tvennt, annarsvegar dæmt bækur út frá titlum og hinsvegar kápunum, skilst að það sé þekkt leið til þess að ákvarða gæði verka. GAT: „Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi.“ Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að Arnaldur slasaðist ekki við gerð bókarinnar? Hann er algjörlega ómeiddur. Ég hef akkúrat ekkert „vald yfir [...] lífi“ hans og sama hversu oft ég myndi drepa hann í skáldsögum þá kemur það ekki niður á líkamlegri heilsu hans. Fólk segir að penninn sé máttugra en sveðrið en ég held að þú sért kannski að fara með þá pælingu aðeins of langt. Að öllu því sögðu þá þakka ég þér kærlega fyrir þessi skoðanaskipti og óska þér, í fúlustu alvöru, gleðilegrar hátíðar.“ Unnendur íslenskra bókmennta geta því ekki kvartað undan því að ekki sé heitt í kolum í þessari jólabókavertíð. Og vilji menn fylgjast með er um að gera að taka til við lestur nýrra og umdeildra bóka.
„Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni, hvorki að lesa hana né að vera hrifinn af þeirri hugmynd að láta höfund sem vegnað hefur illa drepa höfund sem vegnað hefur vel - hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar? En ég skal svara spurningum þínum. Já, það er í mínum huga grundvallarmunur að leika sér með sögu - og jafnvel endalok - persónu sem hefur lifað og lokið lífi sínu, og svo hinu að taka beinlínis af lífi persónu sem gengur um á meðal okkar enn. Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi. Eða öllu heldur: þegar þú gerir það, þá hvílir ekki á mér, sem manni úti í bæ, nein hrifniskylda á því tiltæki. Ég þarf ekkert að færa nein sérstök rök fyrir því að þykja lítið til um slíka hugmynd: við erum ekki í réttarsal eða við doktorsvörn. Ég er bara að tjá mig hérna á síðu Stefáns Pálssonar, sem ég er viss um að fer bráðum að biðja okkur að fara eitthvað annað og þrasa þar.“
„Allt í lagi þá. Ég leyfi mér að vitna í Bergsvein Birgisson: „Áfram má halda þótt engum sé skemmt af slíku.“ GAT: „Ég hef engar skyldur gagnvart þessari bók þinni...“ Enda hef ég aldrei ætlast til neins af þér. Ég hef bara sjálfur þá reglu að opna ekki á mér munninn opinberlega og bauna út skoðunum nema ég geti varið þær. Augljóst að ekki allir eru með sömu reglu. GAT: „…hvers vegna ætti ég að nenna að lesa um það þegar maður hefur nóg annað að lesa þar sem áhugaverðar hugmyndir eru viðraðar?“ Og þessari niðurstöðu kemst þú að, semsagt að hugmyndir mínar séu óáhugaverðari en aðrar, með því einu að lesa titla bókanna? Ég bendi aftur á hugmynd mína um bókarýnis-sjónvarpsþátt með þér í aðalhlutverki. Þú gætir skipt þessu í tvennt, annarsvegar dæmt bækur út frá titlum og hinsvegar kápunum, skilst að það sé þekkt leið til þess að ákvarða gæði verka. GAT: „Það er vandmeðfarið að skrifa um raunverulegt og nafngreint fólk, ekki sama hvernig það er gert, og æskilegt að reyna að komast hjá því að meiða og særa. Hvað þá drepa. A.I. er raunveruleg persóna, sem á sitt líf - og þó að hann sé þjóðþekktur gefur það þér ekki sjálfkrafa leyfi til að taka þér vald yfir því lífi.“ Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að Arnaldur slasaðist ekki við gerð bókarinnar? Hann er algjörlega ómeiddur. Ég hef akkúrat ekkert „vald yfir [...] lífi“ hans og sama hversu oft ég myndi drepa hann í skáldsögum þá kemur það ekki niður á líkamlegri heilsu hans. Fólk segir að penninn sé máttugra en sveðrið en ég held að þú sért kannski að fara með þá pælingu aðeins of langt. Að öllu því sögðu þá þakka ég þér kærlega fyrir þessi skoðanaskipti og óska þér, í fúlustu alvöru, gleðilegrar hátíðar.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Bestu, verstu & umdeildustu bókatitlarnir: „Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á“ „Þurfa forlögin ekki að fara að ráða eitthvert skapandi fólk í titlasmíðina?“ spyr einn viðmælandi Vísis og dæsir: „Úti, Sigurverkið, Lok, lok og læs, Skollaleikur, Stórfiskur – í alvöru? Ef titlarnir segja eitthvað um ástand íslenskra bókmennta þá eru þær í slæmum málum. Þvílík hugmyndafátækt!“ 28. nóvember 2021 08:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bestu, verstu & umdeildustu bókatitlarnir: „Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á“ „Þurfa forlögin ekki að fara að ráða eitthvert skapandi fólk í titlasmíðina?“ spyr einn viðmælandi Vísis og dæsir: „Úti, Sigurverkið, Lok, lok og læs, Skollaleikur, Stórfiskur – í alvöru? Ef titlarnir segja eitthvað um ástand íslenskra bókmennta þá eru þær í slæmum málum. Þvílík hugmyndafátækt!“ 28. nóvember 2021 08:01