Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 10. desember 2021 21:44 Birkir Blær stóð uppi sem sigurvegari Gudmund Svansson Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. „Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
Birkir Blær í sænska Idol Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira