HHÍ hefur upphæð vinningsins til sýnis í sérsmíðuðu öryggisboxi fram á fimmtudag, en vinningurinn verður dreginn út á föstudag.
Í tilkynningu er haft eftir Úlfar Gauta Haraldsson hjá HHÍ að potturinn nú sé sá langstærsti í tæplega níutíu ára sögu happdrættisins. Sé hann ellefufaldur, en samkvæmt reglum happdrættisins verður að greiða Milljónaveltuna út í síðasta útdrætti ársins.
Því er ljóst að einn miðaeigandi er öruggur með að hreppa stóra vinninginn.
