Geitungarnir stungu Ernina og sjötti sigur Houston í röð sendi New Orleans á botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 08:00 Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball. Stacy Revere/Getty Images Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Hornets vann þriggja stiga sigur á Atlanta Hawks, Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans og Toronto Raptors vann öruggan sigur á Washington Wizards. Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira